Grunaður um ýmis brot og reyndi að hlaupa frá lögreglu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. apríl 2022 07:41 Alls voru tíu stöðvaðir í höfuðborginni vegna gruns um akstur undir áhrifum. Vísir/Vilhelm Þó nokkur ölvunarmál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en tíu ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá voru tveir ofurölvi einstaklingar vistaðir í fangageymslu sökum ástands. Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var maður handtekinn í miðbænum eftir umferðaróhapp en ökumaðurinn er grunaður um ýmis brot. Má þar meðal annars nefna akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, og að reyna að hlaupa á brott af vettvangi. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Á svipuðum tíma hafði lögregla afskipti af ökumanni bifhjóls í Árbæ en ökumaðurinn hafði ekið yfir gatnamót á rauðu ljósi. Maðurinn er einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Fleiri sviptir ökuréttindum Laust eftir klukkan eitt var síðan ökumaður stöðvaður á Reykjanesbrautinni en sá er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Fyrr um kvöldið hafði ökumaður verið stöðvaður í Grafarholti af sömu ástæðu. Í dagbók lögreglu kemur einnig fram annar ökumaður hafi verið stöðvaður í Grafarholti á tíunda tímanum í gærkvöldi en mikil fíkniefnalykt kom frá ökumanni. Lögreglumenn fundu ætluð fíkniefni í bílnum en ökumaðurinn sjálfur reyndist ekki vera undir áhrifum. Efnin voru haldlögð og skýrsla rituð. Þá var lögregla með eftirlit með ölvunarakstri á Hafnarfjarðarvegi þar sem alls voru um 65 stöðvaðir. Tveir reyndust undir refsimörkum og var gert að hætta akstri en einn var kærður fyrir ölvun við akstur, akstur án gildra ökuréttinda og skjalafals, þar sem hann var með falsað ökuskírteini. Tveir í annarlegu ástandi handteknir Lögregla hafði sömuleiðis afskipti af einstaklingum í annarlegu ástandi en einn var handtekinn í miðbænum klukkan hálf þrjú í nótt þar sem hann var að veitast að fólki og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Var hann vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Klukkan þrjú hafði lögregla afskipti af manni sem var að kasta af sér þvagi á hús Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn var kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. Upp úr klukkan fjögur í nótt var lögregla þá kölluð út að veitingahúsi í Hafnarfirði vegna ofurölvi manns. Maðurinn var í tökum dyravarða og fór ekki að fyrirmælum lögreglu en hann var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var maður handtekinn í miðbænum eftir umferðaróhapp en ökumaðurinn er grunaður um ýmis brot. Má þar meðal annars nefna akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, og að reyna að hlaupa á brott af vettvangi. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Á svipuðum tíma hafði lögregla afskipti af ökumanni bifhjóls í Árbæ en ökumaðurinn hafði ekið yfir gatnamót á rauðu ljósi. Maðurinn er einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Fleiri sviptir ökuréttindum Laust eftir klukkan eitt var síðan ökumaður stöðvaður á Reykjanesbrautinni en sá er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Fyrr um kvöldið hafði ökumaður verið stöðvaður í Grafarholti af sömu ástæðu. Í dagbók lögreglu kemur einnig fram annar ökumaður hafi verið stöðvaður í Grafarholti á tíunda tímanum í gærkvöldi en mikil fíkniefnalykt kom frá ökumanni. Lögreglumenn fundu ætluð fíkniefni í bílnum en ökumaðurinn sjálfur reyndist ekki vera undir áhrifum. Efnin voru haldlögð og skýrsla rituð. Þá var lögregla með eftirlit með ölvunarakstri á Hafnarfjarðarvegi þar sem alls voru um 65 stöðvaðir. Tveir reyndust undir refsimörkum og var gert að hætta akstri en einn var kærður fyrir ölvun við akstur, akstur án gildra ökuréttinda og skjalafals, þar sem hann var með falsað ökuskírteini. Tveir í annarlegu ástandi handteknir Lögregla hafði sömuleiðis afskipti af einstaklingum í annarlegu ástandi en einn var handtekinn í miðbænum klukkan hálf þrjú í nótt þar sem hann var að veitast að fólki og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Var hann vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Klukkan þrjú hafði lögregla afskipti af manni sem var að kasta af sér þvagi á hús Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn var kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. Upp úr klukkan fjögur í nótt var lögregla þá kölluð út að veitingahúsi í Hafnarfirði vegna ofurölvi manns. Maðurinn var í tökum dyravarða og fór ekki að fyrirmælum lögreglu en hann var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira