Bjarni Tryggvason geimfari er látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2022 19:44 Bjarni Tryggvason er látinn, 76 ára að aldri. Getty/HUM Images Bjarni Valdimar Tryggvason geimfari er látinn, 76 ára að aldri. Kanadíski geimfarinn Chris Hadfield greindi frá andláti hans á Twitter í dag. Bjarni fæddist í Reykjavík 21. september 1945 en fluttist til Vancouver í Kanada sjö ára gamall með foreldrum sínum. Lost a good friend today. Pioneer astronaut, engineer's engineer, proud parent, inventor, test pilot. A kind, funny, original man - Bjarni Tryggvason. pic.twitter.com/R17K44dJOA— Chris Hadfield (@Cmdr_Hadfield) April 6, 2022 Bjarni var eðlisverkfræðingur að mennt og fór fyrstur Íslendinga, og sá eini, í geiminn þegar hann varði þar tólf dögum árið 1997. Bjarni sinnti þar að auki rannsóknum og kennslu á sviði loftaflsfræði, straumfræði, stærðfræði og hönnun kerfa fyrir geimferðir. S0muleiðis vann hann við flugvélaprófanir og -þjálfun. Bjarni með kollegum sínum úti í geimnum. Efri röð til vinstri: Bjarni Tryggvason, Stephen K. Robinson, Curtis L. Brown, Jr., Neðri röð frá vinstri: Robert L. Curbeam, Jr., N. Jan Davis, Kent V. Rominger.Getty/ HUM Images Hadfield, sem var góður vinur Bjarna og samstarfsmaður hans, skrifar á Twitter að hann hafi misst góðan vin í dag. Bjarni hafi verið góðhjartaður, fyndinn og einstakur maður. Bjarni lætur eftir sig tvö börn. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mynnist Bjarna á Facebook. „Geimfarinn Bjarni Tryggvason er fallinn frá. Árið 1952 fluttist hann sjö ára að aldri frá Íslandi til Vancouver í Kanada og átti þar farsælan feril, lengi vel í geimrannsóknum. Árið 1997 tók hann þátt í geimferð og varð þar með fyrstur manna, fæddra á Íslandi, til þess að halda út í geim,“ skrifar Guðni. „Fyrir fjórum árum varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá Bjarna í heimsókn og spjalla við hann. Þótt hann hafi alið sinn aldur í Kanada á hann sér verðugan sess í Íslandssögunni.“ Andlát Geimurinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Bjarni fæddist í Reykjavík 21. september 1945 en fluttist til Vancouver í Kanada sjö ára gamall með foreldrum sínum. Lost a good friend today. Pioneer astronaut, engineer's engineer, proud parent, inventor, test pilot. A kind, funny, original man - Bjarni Tryggvason. pic.twitter.com/R17K44dJOA— Chris Hadfield (@Cmdr_Hadfield) April 6, 2022 Bjarni var eðlisverkfræðingur að mennt og fór fyrstur Íslendinga, og sá eini, í geiminn þegar hann varði þar tólf dögum árið 1997. Bjarni sinnti þar að auki rannsóknum og kennslu á sviði loftaflsfræði, straumfræði, stærðfræði og hönnun kerfa fyrir geimferðir. S0muleiðis vann hann við flugvélaprófanir og -þjálfun. Bjarni með kollegum sínum úti í geimnum. Efri röð til vinstri: Bjarni Tryggvason, Stephen K. Robinson, Curtis L. Brown, Jr., Neðri röð frá vinstri: Robert L. Curbeam, Jr., N. Jan Davis, Kent V. Rominger.Getty/ HUM Images Hadfield, sem var góður vinur Bjarna og samstarfsmaður hans, skrifar á Twitter að hann hafi misst góðan vin í dag. Bjarni hafi verið góðhjartaður, fyndinn og einstakur maður. Bjarni lætur eftir sig tvö börn. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mynnist Bjarna á Facebook. „Geimfarinn Bjarni Tryggvason er fallinn frá. Árið 1952 fluttist hann sjö ára að aldri frá Íslandi til Vancouver í Kanada og átti þar farsælan feril, lengi vel í geimrannsóknum. Árið 1997 tók hann þátt í geimferð og varð þar með fyrstur manna, fæddra á Íslandi, til þess að halda út í geim,“ skrifar Guðni. „Fyrir fjórum árum varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá Bjarna í heimsókn og spjalla við hann. Þótt hann hafi alið sinn aldur í Kanada á hann sér verðugan sess í Íslandssögunni.“
Andlát Geimurinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira