Bjarni Tryggvason geimfari er látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2022 19:44 Bjarni Tryggvason er látinn, 76 ára að aldri. Getty/HUM Images Bjarni Valdimar Tryggvason geimfari er látinn, 76 ára að aldri. Kanadíski geimfarinn Chris Hadfield greindi frá andláti hans á Twitter í dag. Bjarni fæddist í Reykjavík 21. september 1945 en fluttist til Vancouver í Kanada sjö ára gamall með foreldrum sínum. Lost a good friend today. Pioneer astronaut, engineer's engineer, proud parent, inventor, test pilot. A kind, funny, original man - Bjarni Tryggvason. pic.twitter.com/R17K44dJOA— Chris Hadfield (@Cmdr_Hadfield) April 6, 2022 Bjarni var eðlisverkfræðingur að mennt og fór fyrstur Íslendinga, og sá eini, í geiminn þegar hann varði þar tólf dögum árið 1997. Bjarni sinnti þar að auki rannsóknum og kennslu á sviði loftaflsfræði, straumfræði, stærðfræði og hönnun kerfa fyrir geimferðir. S0muleiðis vann hann við flugvélaprófanir og -þjálfun. Bjarni með kollegum sínum úti í geimnum. Efri röð til vinstri: Bjarni Tryggvason, Stephen K. Robinson, Curtis L. Brown, Jr., Neðri röð frá vinstri: Robert L. Curbeam, Jr., N. Jan Davis, Kent V. Rominger.Getty/ HUM Images Hadfield, sem var góður vinur Bjarna og samstarfsmaður hans, skrifar á Twitter að hann hafi misst góðan vin í dag. Bjarni hafi verið góðhjartaður, fyndinn og einstakur maður. Bjarni lætur eftir sig tvö börn. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mynnist Bjarna á Facebook. „Geimfarinn Bjarni Tryggvason er fallinn frá. Árið 1952 fluttist hann sjö ára að aldri frá Íslandi til Vancouver í Kanada og átti þar farsælan feril, lengi vel í geimrannsóknum. Árið 1997 tók hann þátt í geimferð og varð þar með fyrstur manna, fæddra á Íslandi, til þess að halda út í geim,“ skrifar Guðni. „Fyrir fjórum árum varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá Bjarna í heimsókn og spjalla við hann. Þótt hann hafi alið sinn aldur í Kanada á hann sér verðugan sess í Íslandssögunni.“ Andlát Geimurinn Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Bjarni fæddist í Reykjavík 21. september 1945 en fluttist til Vancouver í Kanada sjö ára gamall með foreldrum sínum. Lost a good friend today. Pioneer astronaut, engineer's engineer, proud parent, inventor, test pilot. A kind, funny, original man - Bjarni Tryggvason. pic.twitter.com/R17K44dJOA— Chris Hadfield (@Cmdr_Hadfield) April 6, 2022 Bjarni var eðlisverkfræðingur að mennt og fór fyrstur Íslendinga, og sá eini, í geiminn þegar hann varði þar tólf dögum árið 1997. Bjarni sinnti þar að auki rannsóknum og kennslu á sviði loftaflsfræði, straumfræði, stærðfræði og hönnun kerfa fyrir geimferðir. S0muleiðis vann hann við flugvélaprófanir og -þjálfun. Bjarni með kollegum sínum úti í geimnum. Efri röð til vinstri: Bjarni Tryggvason, Stephen K. Robinson, Curtis L. Brown, Jr., Neðri röð frá vinstri: Robert L. Curbeam, Jr., N. Jan Davis, Kent V. Rominger.Getty/ HUM Images Hadfield, sem var góður vinur Bjarna og samstarfsmaður hans, skrifar á Twitter að hann hafi misst góðan vin í dag. Bjarni hafi verið góðhjartaður, fyndinn og einstakur maður. Bjarni lætur eftir sig tvö börn. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mynnist Bjarna á Facebook. „Geimfarinn Bjarni Tryggvason er fallinn frá. Árið 1952 fluttist hann sjö ára að aldri frá Íslandi til Vancouver í Kanada og átti þar farsælan feril, lengi vel í geimrannsóknum. Árið 1997 tók hann þátt í geimferð og varð þar með fyrstur manna, fæddra á Íslandi, til þess að halda út í geim,“ skrifar Guðni. „Fyrir fjórum árum varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá Bjarna í heimsókn og spjalla við hann. Þótt hann hafi alið sinn aldur í Kanada á hann sér verðugan sess í Íslandssögunni.“
Andlát Geimurinn Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira