Lífið

Leita að aðalleikkonu fyrir nýja íslenska gamanmynd

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Frá tökum á kvikmyndinni Hvernig á að vera klassa drusla. Með aðalhlutverk fóru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ásta Júlía Elíasdóttir og Ylfa Marín Haraldsdóttir. 
Frá tökum á kvikmyndinni Hvernig á að vera klassa drusla. Með aðalhlutverk fóru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ásta Júlía Elíasdóttir og Ylfa Marín Haraldsdóttir.  MyrkvaMyndir

MyrkvaMyndi auglýsa eftir leikkonum fyrir aðalhlutverk á nýrri Íslenskri gamanmynd. MyrkvaMyndir framleiddi bráðskemmtilegu bíómyndina Hvernig á að vera Klassa Drusla sem vakti mikla athygli þegar hún kom í bíóhúsin hér á landi.

Myndin sem er í framleiðslu ber titilinn Topp 10 Möst og er leikstýrt af Ólöfu Birnu Torfadóttur en þetta er önnur bíómynd hennar í fullri lengd. Hún leikstýrði einnig Hvernig á að vera klassa drusla. Með aðalhlutverk fóru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ásta Júlía Elíasdóttir og Ylfa Marín Haraldsdóttir.

Ólöf er nú að leitast eftir kvenkyns leikurum í kringum þrítugt fyrir annað aðalhlutverkið í þessari spennandi nýju gamanmynd.

Ólöf segir einnig að bráðum fari að detta inn prufur fyrir önnur minni hlutverk í myndinni en þau verða auglýst á Facebook og Instagram síðu MyrkvaMynda og hvetur hún áhugasama að fylgjast vel með þar.

Ólöf Birna leikstjóri.MyrkvaMyndir

Áhugasamir um að komast í prufu fyrir myndina eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið myrkvamyndir@gmail.com. Mikilvægt er að láta fylgja ferilskrá með góðri mynd eða „showreel.“


Tengdar fréttir

„Erum bara mannlegir kjánalingar að reyna að finna út úr lífinu“

„Að sjá myndina í bíó í fyrsta sinn var mjög súrrealískt. Ég átti nógu erfitt með það að sjá plakatið af myndinni utan á Smáralindinni hvað þá að sjá hana svo loksins í bíó. En þvílík gleðivíma sem tók við á eftir,“ segir Ólöf Birna Torfadóttir leikstjóri myndarinnar Hvernig á að vera klassa drusla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.