Sport

„Afar skemmtilegur handboltaleikur“

Andri Már Eggertsson skrifar
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var ánægður með sigurinn
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var ánægður með sigurinn Vísir/Hulda Margrét

Selfoss vann eins marks sigur 32-31 í spennutrylli. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var afar ánægður með sigurinn.

„Við gerðum færri tæknifeila og var ég ánægður með aðeins níu tæknifeila hjá okkur í svona hröðum leik. Ég var ósáttur með vörnina hjá okkur í seinni hálfleik en það sem bjargaði því var að við skoruðum nánast í hverri sókn,“ sagði Halldór Jóhann eftir leik.

Halldór Jóhann var ánægður með sóknarleikinn í fyrri hálfleik sem skilaði Selfyssingum 18 mörkum. 

„Við vorum yfirvegaðir, náðum góðum skotum og boltinn gekk vel milli manna, við fengum fullt af hraðaupphlaupum en hefðum mátt skila okkur fyrr í vörn.“

„Þetta var annars mjög flottur handboltaleikur, skemmtilegur á að horfa, mikill hraði og læti. Það var ekki auðvelt að klára þennan leik með einu marki gegn ÍBV og fá strákarnir mikið hrós fyrir það.“

Halldór Jóhann var svekktur með lokamínúturnar hjá sínum mönnum sem hleyptu ÍBV inn í leikinn.

„Við vorum klaufar síðustu fimm mínúturnar þar sem við gerðum aðeins þrjú mörk og fannst mér við ætla að halda forystunni í staðinn fyrir að sækja næsta mark,“ sagði Halldór Jóhann ánægður með að slakar lokamínútur komu ekki að sök.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.