Lífið

Eiga von á sjöunda barninu: „Blessun á þessum ó­vissu­tímum“

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Hilaria og Alec Baldwin hafa verið gift frá árinu 2012 og eiga saman sex börn.
Hilaria og Alec Baldwin hafa verið gift frá árinu 2012 og eiga saman sex börn. Getty/Mike Coppola

Leikarinn Alec Baldwin og eiginkona hans Hilaria Baldwin eiga von á sínu sjöunda barni saman. Þau deildu tíðindunum með fallegu myndbandi á Instagram þar sem mátti sjá foreldrana tilkynna systkinahópnum um nýju viðbótina sem væntanleg er í haust.

„Við töldum okkur viss um það að fjölskylda okkar væri fullkomnuð og því er þetta mjög svo óvænt ánægja,“ segir Hilaria í tilkynningunni.

Fjölskyldan hefur gengið í gegnum erfiða tíma undanfarna mánuði eftir að Alec Baldwin varð leikstjóranum Halynu Hutchins að bana þegar hann hleypti fyrir slysni af skotvopni við tökur á kvikmyndinni Rust. Fjölskylda Hutchins lagði í febrúar fram kæru á hendur Baldwin fyrir morð af gáleysi.

„Þetta nýja barn er afar ljós punktur í lífi okkar - blessun og gjöf á þessum óvissutímum,“ segir í tilkynningunni.

Alec og Hilaria giftu sig árið 2012 og eiga þau saman sex börn á aldrinum eins árs til átta ára. Þá hafa hjónin einnig talað opinskátt um fósturmissi en þau misstu fóstur í tvígang árið 2019.

Barnið mun vera áttunda barn Alec, því hann á 26 ára gamla dóttur með fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Kim Bassinger.

Hér má sjá hjónin með barnahópinn.Getty/Jamie McCarthy

Tengdar fréttir

Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd

Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.