Kanarí grínstjórar á Heimsins mikilvægasta kvöldi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. mars 2022 15:40 Kanarí hópurinn. Stjörnulið skemmtikrafta kemur fram í grínsketsum söfnunar- og skemmtiþáttar UNICEF á RÚV 2. apríl. Grínhópurinn Kanarí mun halda uppi gleðinni sem grínstjórar á „Heimsins mikilvægasta kvöldi“ söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF á Íslandi sem verður í beinni útsendingu á RÚV laugardagskvöldið 2. apríl klukkan 19:45. Kanarí hefur vakið mikla athygli undanfarið, meðal annars fyrir grínþætti sína á RÚV og tóku því fagnandi að geta lagt UNICEF og góðu málefni lið sem grínstjórar þáttarins. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá að vera grínstjórar á Heimsins mikilvægasta kvöldi. Að fá að nota grínið okkar til að vekja athygli fólks á bágri stöðu barna víðs vegar um heiminn er ómetanlegt. Svo var líka sjúklega gaman að fá að vinna með Jóni Gnarr, Annie Mist og goðsögnunum úr Spaugstofunni og fleirum,“ segja Kanarí en hópurinn samanstendur af Guðmundi Felixsyni, Steiney Skúladóttur, Guðmundi Einari, Mána Arnarsyni, Pálma Frey Haukssyni og Eygló Hilmarsdóttur. Klippa: Kanarí fyrir UNICEF „Heimsins mikilvægasta kvöld er þáttur sem enginn má missa af. Þar verður fjallað um stríðið í Úkraínu og neyðaraðgerðir UNICEF á svæðinu og eins sýnt frá margvíslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveirunnar á líf barna, meðal annars í Malaví, Sierra Leone, Indónesíu, Bangladess og Jemen,“ segir í tilkynningu frá UNICEF. „Gleði og von mun gegna mikilvægu hlutverki í þættinum við að tryggja jafnvægi í þeirri tilfinningarússíbanareið sem þátturinn mun leiða áhorfendur um. Óhætt er að segja að Kanarí hafi lyft grettistaki í að fá ótal þjóðþekkta einstaklinga til liðs við sig fyrir gríninnslög þáttarins, eins og sjá má í meðfylgjandi stiklu.“ Fjöldi þekktra Íslendinga leggur málefninu lið.Baldur Kristjáns Meðal gestaleikara í innslögum grínstjóranna má nefna: Annie Mist Þórisdóttir, Jón Gnarr, Steindi Jr., Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Gísli Örn Garðarsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Að ógleymdu stjörnuliði tónlistarfólks á borð við Glowie, Jón Jónsson, Króla, Reykjavíkurdætur, Bassa Maraj, Gugusar, JFDR og Vigdísi í Flott, sem koma að geggjaðri endurgerð á Prumpulaginu sem einmitt fagnar 25 ára afmæli sínu á þessu ári. „Heimsins mikilvægasta kvöld er þáttur sem enginn má missa af. UNICEF á Íslandi þakkar öllum þeim fjölmörgu sem gáfu vinnu sína og lögðu samtökunum lið til að láta hann verða að veruleika. Styrktaraðilar átaksins eru Vodafone, Lindex, og Kvika banki. Einnig fær UNICEF á Íslandi styrk frá Utanríkisráðuneytinu til að halda úti öflugu kynningar- og fræðslustarfi sem er hluti af þættinum. Auglýsingastofan TVIST vann markaðsátak herferðarinnar og útlit þáttarins.“ Annie Mist og Jón Gnarr taka þátt í verkefninu.Baldur Kristjáns Heimsins mikilvægasta kvöld er laugardaginn 2. apríl klukkan 19:45 á RÚV og Vodafone mun sjá um símaverið í söfnuninni. Vísir er í eigu SÝN sem er einnig eigandi Vodafone. Börn og uppeldi Grín og gaman Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Grínhópurinn Kanarí mun halda uppi gleðinni sem grínstjórar á „Heimsins mikilvægasta kvöldi“ söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF á Íslandi sem verður í beinni útsendingu á RÚV laugardagskvöldið 2. apríl klukkan 19:45. Kanarí hefur vakið mikla athygli undanfarið, meðal annars fyrir grínþætti sína á RÚV og tóku því fagnandi að geta lagt UNICEF og góðu málefni lið sem grínstjórar þáttarins. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá að vera grínstjórar á Heimsins mikilvægasta kvöldi. Að fá að nota grínið okkar til að vekja athygli fólks á bágri stöðu barna víðs vegar um heiminn er ómetanlegt. Svo var líka sjúklega gaman að fá að vinna með Jóni Gnarr, Annie Mist og goðsögnunum úr Spaugstofunni og fleirum,“ segja Kanarí en hópurinn samanstendur af Guðmundi Felixsyni, Steiney Skúladóttur, Guðmundi Einari, Mána Arnarsyni, Pálma Frey Haukssyni og Eygló Hilmarsdóttur. Klippa: Kanarí fyrir UNICEF „Heimsins mikilvægasta kvöld er þáttur sem enginn má missa af. Þar verður fjallað um stríðið í Úkraínu og neyðaraðgerðir UNICEF á svæðinu og eins sýnt frá margvíslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveirunnar á líf barna, meðal annars í Malaví, Sierra Leone, Indónesíu, Bangladess og Jemen,“ segir í tilkynningu frá UNICEF. „Gleði og von mun gegna mikilvægu hlutverki í þættinum við að tryggja jafnvægi í þeirri tilfinningarússíbanareið sem þátturinn mun leiða áhorfendur um. Óhætt er að segja að Kanarí hafi lyft grettistaki í að fá ótal þjóðþekkta einstaklinga til liðs við sig fyrir gríninnslög þáttarins, eins og sjá má í meðfylgjandi stiklu.“ Fjöldi þekktra Íslendinga leggur málefninu lið.Baldur Kristjáns Meðal gestaleikara í innslögum grínstjóranna má nefna: Annie Mist Þórisdóttir, Jón Gnarr, Steindi Jr., Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Gísli Örn Garðarsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Að ógleymdu stjörnuliði tónlistarfólks á borð við Glowie, Jón Jónsson, Króla, Reykjavíkurdætur, Bassa Maraj, Gugusar, JFDR og Vigdísi í Flott, sem koma að geggjaðri endurgerð á Prumpulaginu sem einmitt fagnar 25 ára afmæli sínu á þessu ári. „Heimsins mikilvægasta kvöld er þáttur sem enginn má missa af. UNICEF á Íslandi þakkar öllum þeim fjölmörgu sem gáfu vinnu sína og lögðu samtökunum lið til að láta hann verða að veruleika. Styrktaraðilar átaksins eru Vodafone, Lindex, og Kvika banki. Einnig fær UNICEF á Íslandi styrk frá Utanríkisráðuneytinu til að halda úti öflugu kynningar- og fræðslustarfi sem er hluti af þættinum. Auglýsingastofan TVIST vann markaðsátak herferðarinnar og útlit þáttarins.“ Annie Mist og Jón Gnarr taka þátt í verkefninu.Baldur Kristjáns Heimsins mikilvægasta kvöld er laugardaginn 2. apríl klukkan 19:45 á RÚV og Vodafone mun sjá um símaverið í söfnuninni. Vísir er í eigu SÝN sem er einnig eigandi Vodafone.
Börn og uppeldi Grín og gaman Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira