Vill að einhver annar stofni Lestarflokkinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2022 21:07 Jón Gnarr ætlar ekki að stofna Lestarflokkinn. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr segist ekki hafa í hyggju að stofna nýtt framboð undir nafinu Lestarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa notað myllumerkið #Lestarflokkurinn á Twitter í gríð og erg að undanförnu. Þeir sem fylgjast með Jóni á Twitter hafa væntanlega lesið tíst hans þar sem hann talar um mikilvægi þess að komið yrði á lestarkerfi á Íslandi, ekki síst á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Notkun myllumerkisins #Lestarflokkurinn hefur vakið athygli og ýmsir velt því fyrir sér hvort að Jón hafi í hyggju að endurvekja stjórnmálaferilinn með nýju stjórnmálafli. Þannig var því slegið upp á vef Hringbrautar í dag að Jón hafi stofnað flokkinn Lestarflokkinn. Jón var mættur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi hugmyndir hans um lestarkerfi nánar. Þar sagðist hann þó ekki vera á leiðinni í framboð. Þú talar á Twitter undir myllumerkinu Lestarflokkurinn. Ertu að boða framboð eða ertu að vonast til þess að einhver grípi þennan bolta? „Já, ég er nú meira að vonast til þess. Ég er einu sinni búinn að fara í framboð og ég er búinn með það,“ sagði Jón sem var borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014. Járnbrautatenging myndi gjörbreyta öllum lífsháttum á Íslandi og bæta lífsgæði, lýðheilsu og gera vaxandi og flæðandi mannlíf um allt land að raunveruleika, myndi gjörbreyta vöruflutningum og minnka kostnað og áhættu #Lestarflokkurinn— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 29, 2022 „Það þarf einhverja pólitíska sýn í þessu máli. Þetta varðar ekki bara samgöngur heldur varðar þetta líka byggðastefnuna á Íslandi. Viljum við tryggja raunhæfa og blómlega byggð um allt land og erum við til í að fjárfesta í þeim innviðum sem við þurfum til að gera það. Það tel ég okkur gera með lestarkerfi,“ sagði Jón. Veðmál á vegum úti Eins og fram hefur komið í Twitter-færslum Jóns hafa tíðar bílferðir hans á milli Akureyrar og Reykjavíkur í vetur vakið athygli hans á nauðsyn þess að hér verði komið á fót lestarkerfi. „Það sem gerði útslagið var um daginn. Ég er að keyra þjóðveginn og það er flutningabíll að koma á móti mér, stór með aftanívagn. Þegar ég er alveg að mæta flutningabílnum skýst jeppi aftan úr sem ætlar að taka fram úr, hafði ekki séð mig. Þetta er bara „gambl“. Þarna fór ég að rifja þetta upp aftur, hvað er nauðsynlegt að hafa lestir á Íslandi, hvað þetta væri til mikilla hagsbóta fyrir allt landið,“ sagði Jón. ef lest gengi á milli Akureyrar og Reykjavíkur þá myndum við minnka álag á vegina með þungaflutningum, snarminnka bílaumferð og draga úr slysahættu. lestir eru hagkvæmur ferðamáti fyrir fjölskyldur og umhverfisáhrifin yrðu bara jákvæð pic.twitter.com/2ZUBKgOjN0— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 28, 2022 Segist hann vilja byrja á því að byggðir verði lestarteinar á milli Akureyrar og Reykjavíkur. „Ég sé fyrir mér fyrst og fremst vöruflutningalestir til að flytja vörur á milli landshluta og um landið og síðan fólksflutninga,“ sagði Jón. Þá segist hann hafa rætt við sérfræðinga sem segi að verkfræðilega sé fátt sem standi í vegi fyrir slíkum lestarteinum þrátt fyrir válynd veður og langar vegalengdir. „Ég er búinn að ræða við verkfræðinga og þau segja mér að það séu engar hindranir sem eru ekki yfirstíganlegar og ekki búið að leysa annars staðar.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Byggðamál Reykjavík síðdegis Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Þeir sem fylgjast með Jóni á Twitter hafa væntanlega lesið tíst hans þar sem hann talar um mikilvægi þess að komið yrði á lestarkerfi á Íslandi, ekki síst á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Notkun myllumerkisins #Lestarflokkurinn hefur vakið athygli og ýmsir velt því fyrir sér hvort að Jón hafi í hyggju að endurvekja stjórnmálaferilinn með nýju stjórnmálafli. Þannig var því slegið upp á vef Hringbrautar í dag að Jón hafi stofnað flokkinn Lestarflokkinn. Jón var mættur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi hugmyndir hans um lestarkerfi nánar. Þar sagðist hann þó ekki vera á leiðinni í framboð. Þú talar á Twitter undir myllumerkinu Lestarflokkurinn. Ertu að boða framboð eða ertu að vonast til þess að einhver grípi þennan bolta? „Já, ég er nú meira að vonast til þess. Ég er einu sinni búinn að fara í framboð og ég er búinn með það,“ sagði Jón sem var borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014. Járnbrautatenging myndi gjörbreyta öllum lífsháttum á Íslandi og bæta lífsgæði, lýðheilsu og gera vaxandi og flæðandi mannlíf um allt land að raunveruleika, myndi gjörbreyta vöruflutningum og minnka kostnað og áhættu #Lestarflokkurinn— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 29, 2022 „Það þarf einhverja pólitíska sýn í þessu máli. Þetta varðar ekki bara samgöngur heldur varðar þetta líka byggðastefnuna á Íslandi. Viljum við tryggja raunhæfa og blómlega byggð um allt land og erum við til í að fjárfesta í þeim innviðum sem við þurfum til að gera það. Það tel ég okkur gera með lestarkerfi,“ sagði Jón. Veðmál á vegum úti Eins og fram hefur komið í Twitter-færslum Jóns hafa tíðar bílferðir hans á milli Akureyrar og Reykjavíkur í vetur vakið athygli hans á nauðsyn þess að hér verði komið á fót lestarkerfi. „Það sem gerði útslagið var um daginn. Ég er að keyra þjóðveginn og það er flutningabíll að koma á móti mér, stór með aftanívagn. Þegar ég er alveg að mæta flutningabílnum skýst jeppi aftan úr sem ætlar að taka fram úr, hafði ekki séð mig. Þetta er bara „gambl“. Þarna fór ég að rifja þetta upp aftur, hvað er nauðsynlegt að hafa lestir á Íslandi, hvað þetta væri til mikilla hagsbóta fyrir allt landið,“ sagði Jón. ef lest gengi á milli Akureyrar og Reykjavíkur þá myndum við minnka álag á vegina með þungaflutningum, snarminnka bílaumferð og draga úr slysahættu. lestir eru hagkvæmur ferðamáti fyrir fjölskyldur og umhverfisáhrifin yrðu bara jákvæð pic.twitter.com/2ZUBKgOjN0— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 28, 2022 Segist hann vilja byrja á því að byggðir verði lestarteinar á milli Akureyrar og Reykjavíkur. „Ég sé fyrir mér fyrst og fremst vöruflutningalestir til að flytja vörur á milli landshluta og um landið og síðan fólksflutninga,“ sagði Jón. Þá segist hann hafa rætt við sérfræðinga sem segi að verkfræðilega sé fátt sem standi í vegi fyrir slíkum lestarteinum þrátt fyrir válynd veður og langar vegalengdir. „Ég er búinn að ræða við verkfræðinga og þau segja mér að það séu engar hindranir sem eru ekki yfirstíganlegar og ekki búið að leysa annars staðar.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Byggðamál Reykjavík síðdegis Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels