Innlent

Fiski­­deginum mikla frestað í þriðja sinn vegna kórónu­veirunnar

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin er tekin í Dalvíkurhöfn.
Myndin er tekin í Dalvíkurhöfn. Vísir/Vilhelm

Fiskidagurinn mikli verður ekki haldinn hátíðlega á Dalvík þetta árið frekar en fyrri ár. Fiskideginum var fyrst frestað vegna kórónuveirunnar árið 2020 og stjórn segir að allt sé þegar þrennt er.

Stjórn Fiskidagsins mikla segir í tilkynningu að skynsamlegt sé láta kyrrt liggja áfram og stofna ekki til viðburðar af slíkri stærðargráðu þegar ástandið í samfélaginu er enn viðkvæmt vegna kórónuveirunnar.

„Óvissan er enn til staðar, margir vilja gjarnan mæta í ár en eru enn ekki tilbúnir að vera í fjölmenni af ótta við að smitast, jafnvel í þriðja sinn. Samfélagið hefur einfaldlega ekki jafnað sig,“ segir í tilkynningunni.

Til stendur að halda daginn hátíðlegan í ágúst árið 2023.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×