Baldvin komst í úrslit á HM Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2022 12:42 Baldvin Þór Magnússon er Íslandsmethafi í 3.000 metra hlaupi og hefur staðið sig vel í Bandaríkjunum þar sem hann hleypur og sinnir háskólanámi. FRÍ Baldvin Þór Magnússon gerði sér lítið fyrir og komst í úrslit í dag þegar hann keppti í undanriðli í 3.000 metra hlaupi á HM innanhúss í Belgrad í Serbíu. Þetta er hans fyrsta heimsmeistaramót. Baldvin endaði í 6. sæti af 11 keppendum í sínum riðli og á endanum reyndist það duga til að komast í úrslitin, eftir að keppni í hinum tveimur riðlunum lauk. Tími Baldvins reyndist sá sjötti besti alls, þvert á riðla, hjá 33 keppendum. Baldvin hljóp á 7:49,34 mínútum og var nokkuð nálægt Íslandsmeti sínu þrátt fyrir taktískt hlaup. Met hans frá því í febrúar er 7:47,51. Tveir keppinauta Baldvins duttu snemma í hlaupinu og hann var heppinn að sleppa framhjá þeim, en þeir héldu þó áfram og nálguðust hópinn fljótt. Baldvin var í fjórða sæti fyrstu hringina en færðist aftar, í 7. sæti, þegar hraðinn í hlaupinu jókst, þó að hann héldi vel í við fremstu menn. Baldvin vann sig upp í 5. sæti fyrir lokahringinn en rétt missti Svisslendinginn Jonas Raess fram úr sér við endalínuna og varð 3/100 úr sekúndu á eftir honum. Það kom þó ekki að sök því bæði Baldvin og Raess komust í úrslitin. Úrslitin á sunnudaginn Keppt var í þremur riðlum og komast fjórir fremstu í hverjum riðli beint áfram í úrslit, sem og þeir þrír sem náðu bestum tíma þar á eftir, þvert á riðla. Samtals komust því 15 keppendur áfram í úrslitin sem fram fara á sunnudaginn. Girma Lamecha frá Eþíópíu vann riðil Baldvins á 7:46,21 mínútum og Bandaríkjamaðurinn Dillon Maggard tók fjórða og síðasta örugga sætið á 7:48,58 mínútum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Sjá meira
Baldvin endaði í 6. sæti af 11 keppendum í sínum riðli og á endanum reyndist það duga til að komast í úrslitin, eftir að keppni í hinum tveimur riðlunum lauk. Tími Baldvins reyndist sá sjötti besti alls, þvert á riðla, hjá 33 keppendum. Baldvin hljóp á 7:49,34 mínútum og var nokkuð nálægt Íslandsmeti sínu þrátt fyrir taktískt hlaup. Met hans frá því í febrúar er 7:47,51. Tveir keppinauta Baldvins duttu snemma í hlaupinu og hann var heppinn að sleppa framhjá þeim, en þeir héldu þó áfram og nálguðust hópinn fljótt. Baldvin var í fjórða sæti fyrstu hringina en færðist aftar, í 7. sæti, þegar hraðinn í hlaupinu jókst, þó að hann héldi vel í við fremstu menn. Baldvin vann sig upp í 5. sæti fyrir lokahringinn en rétt missti Svisslendinginn Jonas Raess fram úr sér við endalínuna og varð 3/100 úr sekúndu á eftir honum. Það kom þó ekki að sök því bæði Baldvin og Raess komust í úrslitin. Úrslitin á sunnudaginn Keppt var í þremur riðlum og komast fjórir fremstu í hverjum riðli beint áfram í úrslit, sem og þeir þrír sem náðu bestum tíma þar á eftir, þvert á riðla. Samtals komust því 15 keppendur áfram í úrslitin sem fram fara á sunnudaginn. Girma Lamecha frá Eþíópíu vann riðil Baldvins á 7:46,21 mínútum og Bandaríkjamaðurinn Dillon Maggard tók fjórða og síðasta örugga sætið á 7:48,58 mínútum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Sjá meira