Vilja normalísera tilfinningar stráka og karla Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. mars 2022 10:04 Þorsteinn V. Einarsson Vísir/Vilhelm Samfélags- og fræðslumiðilinn Karlmennskan stendur nú fyrir átakinu jákvæð karlmennska þar sem áhersla er á að normalísera tilfinningar stráka og karla. „Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan,“ segir Þorsteinn V. Einarsson um þetta verkefni Átakinu er ætlað að hvetja karla, sérstaklega pabba og afa, til að leyfa sér að finna til, sjá eigin tilfinningar og upplifa þær, tala um eigin líðan, æfa sig í að setja tilfinningar í orð við börn sín og barnabörn, maka, vini og samstarfsfélaga. Þá eru þeir sem orðið hafa fyrir einhverskonar áföllum eða eru að glíma við vanlíðan hvattir til að segja einhverjum frá því og mögulega leita sér faglegrar aðstoðar. Skömm, reiði, áföll og sjálfsvíghugsanir „Karlar upplifa allskonar tilfinningar og sumar eru erfiðari en aðrar. Hluti átaksins er fræðsla í hlaðvarpsformi um tilfinningar sem geta valdið drengjum og körlum og samferðafólki skaða.“ Fjórir hlaðvarpsþættir eru aðgengilegir á karlmennskan.is og helstu hlaðvarpsveitum um skömm, áföll, reiði og þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Í þáttunum fjalla sálfræðingar um að tilfinningar séu aldrei hættulegar heldur séu það hegðunin og túlkun okkar á aðstæðum sem geta gert okkur erfitt fyrir. Þá er sérstaklega slæmt ef drengjum er innrætt að hunsa eigin tilfinningar og fá ekki að læra á þær, finna og tjá við þau sem þeir treysta. Slík innræting getur fylgt körlum ævina á enda sem kann að skerða lífsgæði þeirra sjálfra. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Fræðsluefni í teiknuðum hreyfimyndum „Hluti átaksins eru teiknaðar skýringamyndir sem fjalla um mikilvægi tilfinningalæsis, að við leyfum okkur og strákum að upplifa tilfinningar og sérstaklega að setja þær í orð. Þrjár teiknimyndir eru aðgengilegar á karlmennskan.is sem fjalla um skömm, þunglyndi og vanlíðan og þriðja fjallar um karlmennskugrímuna svokölluðu. Hvernig strákar og karlar fela vanlíðan eða áföll og forðast að tala um þau við vini,“ útskýrir Þorsteinn. Næstu daga munu birtast fræðslupóstar á samfélagsmiðlinum Karlmennskan sem snúa að tilfinningum drengja og karla. Átakið er hannað af sálfræðingnum Huldu Tölgyes auk Þorsteins V. Einarssonar ábyrgðarmanns Karlmennskunnar. Allar upplýsingar má finna á karlmennskan.is og facebook- og Instagramsíðunni Karlmennskan. Samfélagsmiðlar Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
„Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan,“ segir Þorsteinn V. Einarsson um þetta verkefni Átakinu er ætlað að hvetja karla, sérstaklega pabba og afa, til að leyfa sér að finna til, sjá eigin tilfinningar og upplifa þær, tala um eigin líðan, æfa sig í að setja tilfinningar í orð við börn sín og barnabörn, maka, vini og samstarfsfélaga. Þá eru þeir sem orðið hafa fyrir einhverskonar áföllum eða eru að glíma við vanlíðan hvattir til að segja einhverjum frá því og mögulega leita sér faglegrar aðstoðar. Skömm, reiði, áföll og sjálfsvíghugsanir „Karlar upplifa allskonar tilfinningar og sumar eru erfiðari en aðrar. Hluti átaksins er fræðsla í hlaðvarpsformi um tilfinningar sem geta valdið drengjum og körlum og samferðafólki skaða.“ Fjórir hlaðvarpsþættir eru aðgengilegir á karlmennskan.is og helstu hlaðvarpsveitum um skömm, áföll, reiði og þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Í þáttunum fjalla sálfræðingar um að tilfinningar séu aldrei hættulegar heldur séu það hegðunin og túlkun okkar á aðstæðum sem geta gert okkur erfitt fyrir. Þá er sérstaklega slæmt ef drengjum er innrætt að hunsa eigin tilfinningar og fá ekki að læra á þær, finna og tjá við þau sem þeir treysta. Slík innræting getur fylgt körlum ævina á enda sem kann að skerða lífsgæði þeirra sjálfra. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Fræðsluefni í teiknuðum hreyfimyndum „Hluti átaksins eru teiknaðar skýringamyndir sem fjalla um mikilvægi tilfinningalæsis, að við leyfum okkur og strákum að upplifa tilfinningar og sérstaklega að setja þær í orð. Þrjár teiknimyndir eru aðgengilegar á karlmennskan.is sem fjalla um skömm, þunglyndi og vanlíðan og þriðja fjallar um karlmennskugrímuna svokölluðu. Hvernig strákar og karlar fela vanlíðan eða áföll og forðast að tala um þau við vini,“ útskýrir Þorsteinn. Næstu daga munu birtast fræðslupóstar á samfélagsmiðlinum Karlmennskan sem snúa að tilfinningum drengja og karla. Átakið er hannað af sálfræðingnum Huldu Tölgyes auk Þorsteins V. Einarssonar ábyrgðarmanns Karlmennskunnar. Allar upplýsingar má finna á karlmennskan.is og facebook- og Instagramsíðunni Karlmennskan.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira