Vilja normalísera tilfinningar stráka og karla Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. mars 2022 10:04 Þorsteinn V. Einarsson Vísir/Vilhelm Samfélags- og fræðslumiðilinn Karlmennskan stendur nú fyrir átakinu jákvæð karlmennska þar sem áhersla er á að normalísera tilfinningar stráka og karla. „Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan,“ segir Þorsteinn V. Einarsson um þetta verkefni Átakinu er ætlað að hvetja karla, sérstaklega pabba og afa, til að leyfa sér að finna til, sjá eigin tilfinningar og upplifa þær, tala um eigin líðan, æfa sig í að setja tilfinningar í orð við börn sín og barnabörn, maka, vini og samstarfsfélaga. Þá eru þeir sem orðið hafa fyrir einhverskonar áföllum eða eru að glíma við vanlíðan hvattir til að segja einhverjum frá því og mögulega leita sér faglegrar aðstoðar. Skömm, reiði, áföll og sjálfsvíghugsanir „Karlar upplifa allskonar tilfinningar og sumar eru erfiðari en aðrar. Hluti átaksins er fræðsla í hlaðvarpsformi um tilfinningar sem geta valdið drengjum og körlum og samferðafólki skaða.“ Fjórir hlaðvarpsþættir eru aðgengilegir á karlmennskan.is og helstu hlaðvarpsveitum um skömm, áföll, reiði og þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Í þáttunum fjalla sálfræðingar um að tilfinningar séu aldrei hættulegar heldur séu það hegðunin og túlkun okkar á aðstæðum sem geta gert okkur erfitt fyrir. Þá er sérstaklega slæmt ef drengjum er innrætt að hunsa eigin tilfinningar og fá ekki að læra á þær, finna og tjá við þau sem þeir treysta. Slík innræting getur fylgt körlum ævina á enda sem kann að skerða lífsgæði þeirra sjálfra. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Fræðsluefni í teiknuðum hreyfimyndum „Hluti átaksins eru teiknaðar skýringamyndir sem fjalla um mikilvægi tilfinningalæsis, að við leyfum okkur og strákum að upplifa tilfinningar og sérstaklega að setja þær í orð. Þrjár teiknimyndir eru aðgengilegar á karlmennskan.is sem fjalla um skömm, þunglyndi og vanlíðan og þriðja fjallar um karlmennskugrímuna svokölluðu. Hvernig strákar og karlar fela vanlíðan eða áföll og forðast að tala um þau við vini,“ útskýrir Þorsteinn. Næstu daga munu birtast fræðslupóstar á samfélagsmiðlinum Karlmennskan sem snúa að tilfinningum drengja og karla. Átakið er hannað af sálfræðingnum Huldu Tölgyes auk Þorsteins V. Einarssonar ábyrgðarmanns Karlmennskunnar. Allar upplýsingar má finna á karlmennskan.is og facebook- og Instagramsíðunni Karlmennskan. Samfélagsmiðlar Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Sjá meira
„Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan,“ segir Þorsteinn V. Einarsson um þetta verkefni Átakinu er ætlað að hvetja karla, sérstaklega pabba og afa, til að leyfa sér að finna til, sjá eigin tilfinningar og upplifa þær, tala um eigin líðan, æfa sig í að setja tilfinningar í orð við börn sín og barnabörn, maka, vini og samstarfsfélaga. Þá eru þeir sem orðið hafa fyrir einhverskonar áföllum eða eru að glíma við vanlíðan hvattir til að segja einhverjum frá því og mögulega leita sér faglegrar aðstoðar. Skömm, reiði, áföll og sjálfsvíghugsanir „Karlar upplifa allskonar tilfinningar og sumar eru erfiðari en aðrar. Hluti átaksins er fræðsla í hlaðvarpsformi um tilfinningar sem geta valdið drengjum og körlum og samferðafólki skaða.“ Fjórir hlaðvarpsþættir eru aðgengilegir á karlmennskan.is og helstu hlaðvarpsveitum um skömm, áföll, reiði og þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Í þáttunum fjalla sálfræðingar um að tilfinningar séu aldrei hættulegar heldur séu það hegðunin og túlkun okkar á aðstæðum sem geta gert okkur erfitt fyrir. Þá er sérstaklega slæmt ef drengjum er innrætt að hunsa eigin tilfinningar og fá ekki að læra á þær, finna og tjá við þau sem þeir treysta. Slík innræting getur fylgt körlum ævina á enda sem kann að skerða lífsgæði þeirra sjálfra. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Fræðsluefni í teiknuðum hreyfimyndum „Hluti átaksins eru teiknaðar skýringamyndir sem fjalla um mikilvægi tilfinningalæsis, að við leyfum okkur og strákum að upplifa tilfinningar og sérstaklega að setja þær í orð. Þrjár teiknimyndir eru aðgengilegar á karlmennskan.is sem fjalla um skömm, þunglyndi og vanlíðan og þriðja fjallar um karlmennskugrímuna svokölluðu. Hvernig strákar og karlar fela vanlíðan eða áföll og forðast að tala um þau við vini,“ útskýrir Þorsteinn. Næstu daga munu birtast fræðslupóstar á samfélagsmiðlinum Karlmennskan sem snúa að tilfinningum drengja og karla. Átakið er hannað af sálfræðingnum Huldu Tölgyes auk Þorsteins V. Einarssonar ábyrgðarmanns Karlmennskunnar. Allar upplýsingar má finna á karlmennskan.is og facebook- og Instagramsíðunni Karlmennskan.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Sjá meira