Ekkert barnabókahandrit uppfyllti kröfur dómnefndar Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2022 11:46 Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru stofnuð árið 2018 til heiðurs Guðrúnu og fyrst afhent árið 2019. Vísir/Vilhelm Barnabókaverðlaunin sem kennd eru við Guðrúnu Helgadóttur rithöfund verða ekki afhent í ár þar sem ekkert þeirra handrita sem barst dómnefnd uppfyllti kröfur nefndarinnar. Frá þessu segir í yfirlýsingu frá dómnefndinni sem sent var á menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur í lok síðasta mánaðar, en málið var á dagskrá fundar borgarráðs í gær. Sumar nokkuð sérstakar Í yfirlýsingunni segir að dómnefnd hafi borist fjöldinn allur af handritum sem skemmtilegt hafi verið að lesa og rýna. „Þótt sögurnar hafi verið fjölbreyttar og sumar nokkuð sérstakar, var það engu að síður einróma álit dómnefndar að ekki væri æskilegt að veita verðlaunin í ár. Ástæðan er einfaldlega sú að ekkert handritanna náði að uppfylla þær kröfur sem dómnefnd telur að gera verði til verðlaunaverka. Nokkur fjöldi þeirra var vandaður en þó hefði mátt vinna þau betur og kemur þar mögulega til styttri skilafrestur en undanfarin ár. Við hvetjum umsækjendur til að nýta tímann fram að næsta skilafresti, efla handrit sín og taka þátt að ári liðnu,“ segir í yfirlýsingunni. Ætlað að styðja nýsköpun Dómnefndina skipuðu þau Geir Finnsson formaður, auk Heiðu Rúnarsdóttur og Yrsu Sigurðardóttur. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá að Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur hafi verið stofnuð árið 2018 til heiðurs Guðrúnu og fyrst afhent árið 2019. Verðlaunin eru veitt fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og styðja þannig við nýsköpun í greininni. Verðlaunaféð á síðasta ári hljóðaði upp á eina milljón króna. Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, verðlaunahafar frá upphafi: 2022: Verðlaunin voru ekki veitt þar sem ekkert handrit þótti uppfylla þær kröfur sem gerð eru til verðlaunaverka.2021: Margrét Tryggvadóttir: Sterk2020: Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda2019: Bergrún Íris Sævarsdóttir: Kennarinn sem hvarf Bókmenntir Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. Reykjavíkurborg veitti verðlaunin í dag í þriðja sinn. 27. maí 2021 15:43 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Frá þessu segir í yfirlýsingu frá dómnefndinni sem sent var á menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur í lok síðasta mánaðar, en málið var á dagskrá fundar borgarráðs í gær. Sumar nokkuð sérstakar Í yfirlýsingunni segir að dómnefnd hafi borist fjöldinn allur af handritum sem skemmtilegt hafi verið að lesa og rýna. „Þótt sögurnar hafi verið fjölbreyttar og sumar nokkuð sérstakar, var það engu að síður einróma álit dómnefndar að ekki væri æskilegt að veita verðlaunin í ár. Ástæðan er einfaldlega sú að ekkert handritanna náði að uppfylla þær kröfur sem dómnefnd telur að gera verði til verðlaunaverka. Nokkur fjöldi þeirra var vandaður en þó hefði mátt vinna þau betur og kemur þar mögulega til styttri skilafrestur en undanfarin ár. Við hvetjum umsækjendur til að nýta tímann fram að næsta skilafresti, efla handrit sín og taka þátt að ári liðnu,“ segir í yfirlýsingunni. Ætlað að styðja nýsköpun Dómnefndina skipuðu þau Geir Finnsson formaður, auk Heiðu Rúnarsdóttur og Yrsu Sigurðardóttur. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá að Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur hafi verið stofnuð árið 2018 til heiðurs Guðrúnu og fyrst afhent árið 2019. Verðlaunin eru veitt fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og styðja þannig við nýsköpun í greininni. Verðlaunaféð á síðasta ári hljóðaði upp á eina milljón króna. Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, verðlaunahafar frá upphafi: 2022: Verðlaunin voru ekki veitt þar sem ekkert handrit þótti uppfylla þær kröfur sem gerð eru til verðlaunaverka.2021: Margrét Tryggvadóttir: Sterk2020: Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda2019: Bergrún Íris Sævarsdóttir: Kennarinn sem hvarf
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, verðlaunahafar frá upphafi: 2022: Verðlaunin voru ekki veitt þar sem ekkert handrit þótti uppfylla þær kröfur sem gerð eru til verðlaunaverka.2021: Margrét Tryggvadóttir: Sterk2020: Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda2019: Bergrún Íris Sævarsdóttir: Kennarinn sem hvarf
Bókmenntir Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. Reykjavíkurborg veitti verðlaunin í dag í þriðja sinn. 27. maí 2021 15:43 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. Reykjavíkurborg veitti verðlaunin í dag í þriðja sinn. 27. maí 2021 15:43