Syngur hann bæði eigin lög og annarra á TikTok, þar á meðal lög eftir Adele. Sam tilkynnti um þátttöku sína í Eurovision á samfélagsmiðlum sínum í dag. Hann mun syngja lagið Space Man í keppninni sem fer fram á Ítalíu í maí.
Samfélagsmiðlastjarnan er með yfir 12 milljón fylgjendur á TikTok og munu eflaust bætast fleiri við hópinn vegna þátttöku hans í Eurovision. Myndbandið við lagið má sjá hér fyrir neðan.
Hér fyrir neðan má sjá nokkur vinsæl TikTok myndbönd frá Sam Ryder.