Tónlist

Barnakór Ísakskóla söng með Siggu, Betu og Elínu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Systurnar Sigga, Beta og Elín ásamt Barnakór Ísaksskóla.
Systurnar Sigga, Beta og Elín ásamt Barnakór Ísaksskóla. Aðsent

Barnakór Ísaksskóla hefur verið að æfa lagið Með hækkandi sól, sem keppir í úrslitum Söngvakeppninnar á laugardag. Flytjendur lagsins eru Sigríður, Elísabet og Elín Eyþórsdætur. 

Systrunum þremur barst myndbandsklippa af æfingu barnanna í Ísaksskóla þar sem þau voru að taka Með hækkandi sól. 

„Við bráðnuðum alveg þetta var svo fallegt hjá þeim,“ segir Sigga og bætir við að þetta hafi ekki verið síður skemmtlegt því að þetta sé gamli skólinn þeirra. Þær fóru því og tóku lagið með kórnum.

„Með hækkandi sól er frábært kórlag,“ segir Björg Þórisdóttir tónlistarkennari og kórstjóri. Krakkarnir náðu þessu strax þegar ég prófaði það á æfingu hjá þeim og því ótrúlega skemmtilegt að Sigga, Beta og Elín skyldu gefa sér tíma til að koma og taka lagið með þeim.

Myndband af flutningnum má sjá hér fyrir neðan. 

Lagahöfundurinn, Lay low segist aldrei hafa átt von á þessum viðtökum og elskar að heyra frá barnakórum sem eru að syngja þetta. 

„Ég er búin að fá nokkur myndbönd frá börnum sem eru að syngja og manni hlýnar alveg um hjartarætur. Þjóðlagaformið getur verið svo spennandi og kóravænt. Ég hlakka til að sjá fleiri kóra syngja þetta og er einmitt búin að gera gripablað með textanum við lagið eftir að ég fór að fá beiðnir frá kórstjórum.“

Í söngvakeppnisrýni sinni skrifar poppfræðingurinn Arnar Eggert um lag systranna:

„Þær syngja náttúrulega eins og englar, eins og þær eiga kyn til, gefa góðu lagi smekkvísi og það er vísir að niði aldanna, séríslenskur vögguvísutónn sem svífur yfir og gerir lagið í senn fornt og nýtt. Hér er að sönnu stíll og klassi yfir og megi þetta framlag fara sem allra lengst.”


Tengdar fréttir

Reykja­víkur­dætur heitastar í veð­bankanum

Samkvæmt stuðlum sem finna má hjá veðmálafyrirtækinu Betsson, sem settir hafa verið upp vegna Söngvakeppninnar 2022, þykja Reykjavíkurdætur líklegastar til að fara með sigur af hólmi.

Býr til útópíska heima

María Guðjohnsen starfar sem þrívíddarhönnuður og listakona og er búsett í New York. Hún hefur unnið að ýmsum skapandi verkefnum undanfarið sem vakið hafa mikla athygli. Má þar meðal annars nefna grafíkina fyrir Söngvakeppnis atriði Reykjavíkurdætra í ár. Blaðamaður hafði samband við Maríu um listina, lífið og skapandi verkefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×