Veður

Suð­læg átt og slyddu­él vestan til

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður eitt til sex stig um morguninn, en kólnar er líður á daginn.
Hiti verður eitt til sex stig um morguninn, en kólnar er líður á daginn. Vísir/Vilhelm

Lægðardrag er nú á hreyfingu norðaustur yfir austurhluta landsins og fylgir því suðaustanátt og dálítil rigning eða slydda öðru hvoru á austanverðu landinu í dag. Lægðardragið fjarlægist svo með kvöldinu og rofar þá til fyrir austan.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það sé suðlæg átt og slydduél vestan til, en megi reikna með þéttari éljum seinni partinn. Hiti verður eitt til sex stig um morguninn, en kólnar er líður á daginn.

„Suðvestanstrekkingur og él á morgun, en léttskýjað fyrir austan og hiti kringum frostmark. Á laugardag nálagst dýpkandi lægð og gengur þá í allhvassa eða hvassa suðaustanátt með slyddu, en síðar rigningu og hlýnadi veðri. Heldur hægara og þurrt að mestu norðaustan til.“

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Suðvestan og vestan 8-15 m/s og él, hvassast á annesjum, en léttskýjað á A-landi. Hiti í kringum frostmark.

Á laugardag: Vaxandi suðaustanátt, 13-20 m/s og slydda, en síðan rigning, en þurrt að mestu NA-lands. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig um kvöldið.

Á sunnudag: Ákveðin suðvestlæg átt og víða rigning eða snjókoma, en síðar él, en birtir til eystra um kvöldið. Kólnar aftur í veðri.

Á mánudag: Hæg suðlæg átt og dálítil él í fyrstu, en gengur síðan í norðaustanstrekking með snjókomu S- og A-til undir kvöld. Hiti kringum frostmark.

Á þriðjudag: Útlit fyrir stífa austan- og suðaustanátt með slyddu og síðar rigningu, einkum SA-til og hlýnandi veður.

Á miðvikudag: Líklega suðaustlæg átt, rigning eða slydda með köflum og fremur milt í veðri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.