Innlent

Af­lýsa ó­vissu­stigi vegna ó­veðursins

Atli Ísleifsson skrifar
Starfsmenn Kópavogsbæjar að störfum á Fífuhvammsvegi að óveðri loknu.
Starfsmenn Kópavogsbæjar að störfum á Fífuhvammsvegi að óveðri loknu. Vísir/Vilhelm

Ríkislögreglustjór hefur í samráði við lögreglustjóra á landinu ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs sem gekk yfir landið 21. og 22. febrúar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Óvissustigi var lýst yfir 21. febrúar þegar veðurspá Veðurstofu Íslands sýndi ofsaveður um allt land með mikilli hættu á foktjóni og ófærð. 

„Veðurspáin gekk eftir og gætti áhrifa veðursins. Viðbragðsaðilar voru að störfum um allt land, björgunarsveitir sinntu vel á annað hundrað verkefna, Rauði Krossinn opnaði fjöldahjálparstöðvar í Þorlákshöfn og á Patreksfirði, þar sem íbúðahús voru rýmd vegna snjóflóðahættu. 

Umtalsvert tjón varð á byggingum víða um land sem og á raforkukerfinu og því fylgdu rafmagnstruflanir víða. Flugsamgöngur lágu niðri um tíma og eins voru miklar truflanir á vegasamgöngum milli landshluta,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins

Töluvert er um að skemmdir hafi orðið á rafdreifikerfi Veitna vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Rafmagnsstaurar hafa víða brotnað, línur slitnað auk þess sem ísing hefur safnast upp á þeim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

Veður­vaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×