Innlent

Ók vélsleða á hús

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Leikur í snjónum endaði illa þegar snjósleða var ekið á hús.
Leikur í snjónum endaði illa þegar snjósleða var ekið á hús. Vísir/Vilhelm

Það er óhætt að segja að verkefni lögreglunna á höfuðborgarsvæðinu hafi verið fjölbreytt í gærkvöldi og nótt en vaktin hófst með tilkynningum um þriggja bíla árekstur í Hafnarfirði og beiðni um aðstoð eftir að vélsleða var ekið á hús.

Bílarnir þrír sem lentu saman voru töluvert tjónaðir og einn ökumannanna ákvað að leita á bráðamóttöku vegna eymsla. Síðarnefnda atvikið átti sér stað í Mosfellsbæ en þar komst ökumaður ómeiddur frá árekstrinum. Einhverjar skemmdir urðu hins vegar á húsinu.

Seinna um kvöldið var tilkynnt um eld í skólahúsnæði í Kópavogi, sem reyndist vera í gámi fyrir utan skólann. Þá var einnig tilkynnt um eld í fyrirtæki í Hlíðahverfi en í báðum tilvikum mætti slökkvilið á vettvang og slökkti eldinn.

Einn var stöðvaður á stolinni bifreið og þá var einn handtekinn eftir slagsmál í póstnúmerinu 108. Tvær tilkynningar bárust um innbrot, önnur varðaði fyrirtæki í Hlíðahverfi en hin geymslu í fjölbýlishúsi í miðborginni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×