Lífið

Júníus Meyvant og KK frumsýna nýtt lag og myndband

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Júníus Meyvant og KK.
Júníus Meyvant og KK. Guðm. Kristinn Jónsson

Júníus Meyvant og KK voru að gefa út lagið Skýjaglópur en lagið og textinn er samið af Júníusi og er hvoru tveggja mjög hugljúft. „Hvað myndi KK gera?“ og trúin var að hluta til innblásturinn á bakvið lagið sem þeir unnu svo saman.

Lagið er tekið upp í hjólhýsi Júníusar og aðrir hljóðfæraleikarar í laginu eru Örn Eldjárn á bassa og Þorleifur Gaukur á slide gítar. Júníus mun senda frá sér nýja plötu í haust og því má búast við meira af nýju efni frá honum á næstunni.

Samstarfið gekk vel.Guðm. Kristinn Jónsson
„Lagið er um tilfinninguna að fara í ferðalag og síðan á endanum man maður eftir heimahögunum og það að rata aftur heim bæði andlega og líkamlega,“ 

segir Juníus um lagið sem má heyra í heild sinni hér að neðan.

Klippa: Júníus Meyvant og KK - Skýjaglópur

Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.