Fjarvistir vegna COVID-19 valda áhyggjum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 14:26 Landspítali Háskólasjúkrahús Fossvogi Vísir/Vilhelm Allverulega hefur bæst í hóp þeirra sem eru frá vinnu á Landspítalanum vegna kórónuveirusýkingar. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir þungar vikur fram undan. Möguleg allsherjar aflétting á sóttvarnatakmörkunum í samfélaginu fyrir mánaðamót veldur viðbragðsstjórn áhyggjum. Um helgina var stórt skref stigið í afléttingum á sóttvarnatakmörkunum. Skemmtanalífið var í hæstu hæðum liðna helgi á sama tíma og verulega fjölgaði í hópi smitaðs starfsfólks á Landspítalanum. Nú eru 302 starfsmenn Landspítalans frá vinnu vegna sýkingar en fyrir helgi voru þeir rúmlega 250. Á spítalanum liggur nú 41 með COVID-19 og eru tveir á gjörgæslu. Annar þeirra er í öndunarvél. Sigríður segir að róðurinn sé þungur vegna fjarvista. „Þetta hefur verið okkar helsta áhyggjuefni undanfarið; hversu mikil áhrif nákvæmlega þessar útbreiddu sýkingar munu hafa á starfsemina. Þarna hefur aukist allverulega í hópi smitaðra starfsmanna sem eru núna frá vinnu. Það er mjög flókin staða að leysa úr og verkefni sem við liggjum yfir á hverjum einasta degi.“ Bæði heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir hafa sagt að ef ekkert óvænt komi upp á sé hægt að ráðast í allsherjar afléttingu á takmörkunum fyrir mánaðamót. Sigríður var spurð hvernig henni litist á blikuna. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar við Landspítalann.Vísir/Egill „Þetta er mikil jafnvægislist að hitta á rétta tóninn í þessu. Þetta veldur okkur, sem stýrum viðbragði á spítalanum, náttúrulega talsverðum áhyggjum þegar afléttingar eru þetta miklar einfaldlega vegna þess að eftir því sem fjölgar í hópi smitaðra þá er alltaf ákveðið hlutfall sem leggst inn á sjúkrahús. Þetta getur haft miklar og alvarlegar afleiðingar í okkar starfsmannahópi. Þannig að þetta verða þungar vikur fram undan, það er alveg á hreinu og ef afléttingar verða ennþá meiri þá má búast við því að þetta verði krefjandi verkefni hérna hjá okkur á Landspítalanum.“ Sigríður segir að verulega hafi reynt á starfsmannahópinn í kórónuveirufaraldrinum. Það sé eitt að bregðast við nokkurra vikna krísuástandi en allt annað vinna undir viðvarandi álagi nú í rúmlega tvö ár. „Við höfum áhyggjur af því að það verði aukið brottfall úr okkar starfsmannahópi en á hverjum einasta degi reynum við að leita lausna og að styðja við fólk en raunverulega lausnin felst í því að þessu álagi sloti“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 41 sjúklingur nú á Landspítala með Covid-19 41 sjúklingur liggur nú á Landspítala með Covid-19, sami fjöldi og í gær. Tveir eru á gjörgæslu, og þar af annar í öndunarvél. 14. febrúar 2022 10:32 Býst áfram við þungum róðri á Landspítalanum Starfandi forstjóri Landspítalans segir helsta vandann sem spítalinn stendur nú frammi fyrir vera einangrun starfsfólks. Smit á spítalanum séu nokkuð dreifð og því sé áskorun að einangra sjúklinga og verja þá fyrir smiti. 11. febrúar 2022 22:45 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Um helgina var stórt skref stigið í afléttingum á sóttvarnatakmörkunum. Skemmtanalífið var í hæstu hæðum liðna helgi á sama tíma og verulega fjölgaði í hópi smitaðs starfsfólks á Landspítalanum. Nú eru 302 starfsmenn Landspítalans frá vinnu vegna sýkingar en fyrir helgi voru þeir rúmlega 250. Á spítalanum liggur nú 41 með COVID-19 og eru tveir á gjörgæslu. Annar þeirra er í öndunarvél. Sigríður segir að róðurinn sé þungur vegna fjarvista. „Þetta hefur verið okkar helsta áhyggjuefni undanfarið; hversu mikil áhrif nákvæmlega þessar útbreiddu sýkingar munu hafa á starfsemina. Þarna hefur aukist allverulega í hópi smitaðra starfsmanna sem eru núna frá vinnu. Það er mjög flókin staða að leysa úr og verkefni sem við liggjum yfir á hverjum einasta degi.“ Bæði heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir hafa sagt að ef ekkert óvænt komi upp á sé hægt að ráðast í allsherjar afléttingu á takmörkunum fyrir mánaðamót. Sigríður var spurð hvernig henni litist á blikuna. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar við Landspítalann.Vísir/Egill „Þetta er mikil jafnvægislist að hitta á rétta tóninn í þessu. Þetta veldur okkur, sem stýrum viðbragði á spítalanum, náttúrulega talsverðum áhyggjum þegar afléttingar eru þetta miklar einfaldlega vegna þess að eftir því sem fjölgar í hópi smitaðra þá er alltaf ákveðið hlutfall sem leggst inn á sjúkrahús. Þetta getur haft miklar og alvarlegar afleiðingar í okkar starfsmannahópi. Þannig að þetta verða þungar vikur fram undan, það er alveg á hreinu og ef afléttingar verða ennþá meiri þá má búast við því að þetta verði krefjandi verkefni hérna hjá okkur á Landspítalanum.“ Sigríður segir að verulega hafi reynt á starfsmannahópinn í kórónuveirufaraldrinum. Það sé eitt að bregðast við nokkurra vikna krísuástandi en allt annað vinna undir viðvarandi álagi nú í rúmlega tvö ár. „Við höfum áhyggjur af því að það verði aukið brottfall úr okkar starfsmannahópi en á hverjum einasta degi reynum við að leita lausna og að styðja við fólk en raunverulega lausnin felst í því að þessu álagi sloti“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 41 sjúklingur nú á Landspítala með Covid-19 41 sjúklingur liggur nú á Landspítala með Covid-19, sami fjöldi og í gær. Tveir eru á gjörgæslu, og þar af annar í öndunarvél. 14. febrúar 2022 10:32 Býst áfram við þungum róðri á Landspítalanum Starfandi forstjóri Landspítalans segir helsta vandann sem spítalinn stendur nú frammi fyrir vera einangrun starfsfólks. Smit á spítalanum séu nokkuð dreifð og því sé áskorun að einangra sjúklinga og verja þá fyrir smiti. 11. febrúar 2022 22:45 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
41 sjúklingur nú á Landspítala með Covid-19 41 sjúklingur liggur nú á Landspítala með Covid-19, sami fjöldi og í gær. Tveir eru á gjörgæslu, og þar af annar í öndunarvél. 14. febrúar 2022 10:32
Býst áfram við þungum róðri á Landspítalanum Starfandi forstjóri Landspítalans segir helsta vandann sem spítalinn stendur nú frammi fyrir vera einangrun starfsfólks. Smit á spítalanum séu nokkuð dreifð og því sé áskorun að einangra sjúklinga og verja þá fyrir smiti. 11. febrúar 2022 22:45