Vann Ólympíugull í sömu grein og faðir sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2022 16:00 Johannes Strolz fagnar hér með Ólympíugullið sitt. AP/Luca Bruno Johannes Strolz tókst að endurtaka afrek föður síns 34 árum síðan þegar hann keppti á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Þeir eru nú sögulegir feðgar. Hinn 29 ára gamli Strolz kom fljótastur allra í mark í tvíkeppni alpagreinanna og fékk Ólympíugull um hálsinn að launum. Í tvíkeppninni keppa menn bruni og í svigi. Sá sem nær besta árangri samanlagt stendur uppi sem sigurvegari. Þetta er fyrsta Ólympíugull Strolz á ferlinum en ekki það fyrsta í fjölskyldunni. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Faðir hans. Hubert Strolz, vann einnig tvíkeppnina á Ólympíuleikunum í Calgary árið 1988 eða fyrir 34 árum síðan. Hann var þá á undan landa sínum Bernhard Gstrein og Svisslendingnum Paul Accola. Strolz var mun fljótari í bruninu og vann þótt að hann hafi verið á eftir hinum tveimur í sviginu. Sonurinn tryggði sér aftur á móti sigurinn með því að ná betri árangri í sviginu. Norðmaðurinn Aleksander Aamodt Kilde, sem varð efstur í brunhlutanum náði bara sjötta besta tímanum í svginu og varð að sætta sig við silfrið. James Crawford frá Kanada fékk brons. Hubert Strolz tryggði sér gullverðlaun sín 27. febrúar 1988. Þá voru enn rúm fjögur ár í að að sonur hans fæddist því Johannes kom ekki í heiminn fyrr en í september 1992. Historical moment where Johannes Strolz claims in alpine combined 34 years after his father. Becoming first father-son to claim gold in the same discipline #fisalpine #beijing2022 #olympics pic.twitter.com/xPOylP7V9m— FIS Alpine (@fisalpine) February 10, 2022 Hubert var 26 ára gamall þegar hann vann gullið í Calgary en hann tók einnig silfurverðlaun í stórsviginu á leikunum. Þeir feðgar eru þeir fyrstu sem ná því að vinna gullverðlaun í Alpagreinum á Ólympíuleikum. Pabbinn rekur skíðaskóla í heimabæ sínum Warth í Austurríki og það má búast við því að strákurinn hafi notið góðs af því. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Strolz kom fljótastur allra í mark í tvíkeppni alpagreinanna og fékk Ólympíugull um hálsinn að launum. Í tvíkeppninni keppa menn bruni og í svigi. Sá sem nær besta árangri samanlagt stendur uppi sem sigurvegari. Þetta er fyrsta Ólympíugull Strolz á ferlinum en ekki það fyrsta í fjölskyldunni. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Faðir hans. Hubert Strolz, vann einnig tvíkeppnina á Ólympíuleikunum í Calgary árið 1988 eða fyrir 34 árum síðan. Hann var þá á undan landa sínum Bernhard Gstrein og Svisslendingnum Paul Accola. Strolz var mun fljótari í bruninu og vann þótt að hann hafi verið á eftir hinum tveimur í sviginu. Sonurinn tryggði sér aftur á móti sigurinn með því að ná betri árangri í sviginu. Norðmaðurinn Aleksander Aamodt Kilde, sem varð efstur í brunhlutanum náði bara sjötta besta tímanum í svginu og varð að sætta sig við silfrið. James Crawford frá Kanada fékk brons. Hubert Strolz tryggði sér gullverðlaun sín 27. febrúar 1988. Þá voru enn rúm fjögur ár í að að sonur hans fæddist því Johannes kom ekki í heiminn fyrr en í september 1992. Historical moment where Johannes Strolz claims in alpine combined 34 years after his father. Becoming first father-son to claim gold in the same discipline #fisalpine #beijing2022 #olympics pic.twitter.com/xPOylP7V9m— FIS Alpine (@fisalpine) February 10, 2022 Hubert var 26 ára gamall þegar hann vann gullið í Calgary en hann tók einnig silfurverðlaun í stórsviginu á leikunum. Þeir feðgar eru þeir fyrstu sem ná því að vinna gullverðlaun í Alpagreinum á Ólympíuleikum. Pabbinn rekur skíðaskóla í heimabæ sínum Warth í Austurríki og það má búast við því að strákurinn hafi notið góðs af því.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira