Lífið

„Hef þurft að úrskurða vinnufélaga minn látinn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stefnir hefur þurft að úrskurða vinnufélaga sinn látinn en síðan hélt vaktin bara áfram. 
Stefnir hefur þurft að úrskurða vinnufélaga sinn látinn en síðan hélt vaktin bara áfram. 

„Maður veit aldrei hvað vaktin ber í skauti sér. Stundum er maður að fara til fólks sem maður þekkir ekki neitt en stundum er þetta fólk sem maður þekkir allt of vel og jafnvel þínir nánustu,“ segir Stefnir Snorrason bráðatækni í síðasta þætti af Baklandinu á Stöð 2.

„Ég hef bæði verið í því að endurlífga félaga mína og ég hef þurft að úrskurða vinnufélaga minn látinn og það er bara ótrúlega erfitt. Ég man eftir að hafa verið búinn að tala við eiginkonu þessara manns og taka utan um hana. Mikill grátur og miklar tilfinningar og þá þurfti ég að fara út að standa í náttmyrkrinu við grindverk og anda svolítið djúpt inn. Síðan þegar þessu verkefni var lokið þá komu önnur og önnur. Borgin sefur ekkert.“

Hér að neðan má sjá atriði úr síðasta þætti af Baklandinu.

Í þáttunum Baklandið er farið yfir allskonar tilfelli en atburðum og staðsetningum þeirra kann að hafa verið breytt vegna þagnarskyldu slökkviliðsins. Daníel Bjarnason er umsjónarmaður þáttanna.

Klippa: Hef þurft að úrskurða vinnufélaga minn látinn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×