Boðar verulegar afléttingar tveimur vikum fyrr Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 4. febrúar 2022 12:33 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir blasa við að allt vinni með því að hægt verði að létta á takmörkunum í samfélaginu fyrr en afléttingaráætlun segi til um. Hann reiknar með verulegum afléttingum í næstu viku, tveimur vikum á undan áætlun. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun að einangrun yrði stytt á miðnætti á sunnudag úr sjö dögum í fimm. Það sé í fullu samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Kjarninn í áhættumati sóttvarnalæknis, vegna hinnar miklu útbreiðslu og veikinda, snúi að hve ýmis starfsemi standi tæpt. Bæði í heilbrigðisþjónustu og félagsmálaþjónustu. Samkvæmt afléttingaráætlun stóð til að aflétta verulega 24. febrúar og aflétta með öllu 14. mars. Willum segist vona að geta kynnt verulegar afléttingar hið minnsta tveimur vikum fyrr, þ.e. í síðasta lagi 10. febrúar. „Nú kynntum við þessar afléttingaáætlun fyrir viku. Mér sýnist blasa við að það sé allt að vinna með okkur. Það séu forsendur til að aflétta fyrr og jafnvel meir en við kynntum í þeim skrefum sem voru þá 24. febrúar og 14. mars. Enda sögðum við að við myndum alltaf horfa til afléttinga þess á milli.“ Þegar hafi verið afnumin nándarregla á sitjandi viðburðum og nú sé einangrun stytt. „Mér sýnist að við getum hálfum mánuði fyrr hið minnsta tilkynnt verulegar afléttingar og jafnvel meiri en við gerðum ráð fyrir. Ef ekkert óvænt gerist eins og kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis,“ segir Willum. Takist það í næstu viku verði það hálfum mánuði á undan áætlun. Taka verði þó áfram mið af sjónarmiðum sóttvarnalæknis. Willum viðurkennir að ýmsir innan ríkisstjórnar vilji aflétta enn fyrr. Tekist hafi verið á um málið á fundi ríkisstjórnar í morgun á málefnalegum nótum. Nánar er greint er frá styttingu einangrunar í eftirfarandi tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu: Einangrun vegna Covid-sýkingar verður stytt úr sjö dögum í fimm með reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi mánudaginn 7. febrúar. Sem fyrr verður þó heimilt að framlengja einangrun ef þörf krefur samkvæmt læknisfræðilegu mati. Frá sama tíma er afnumin skylda þeirra til að sæta sóttkví eða viðhafa smitgát sem eru með afstaðna sýkingu, staðfesta með PCR-prófi sem er ekki yngra en 7 daga gamalt og ekki eldra en 180 daga. Nánar um einangrun og afléttingu hennar Einstaklingur sem er með staðfesta sýkingu af COVID-19 skal vera í einangrun í 5 daga frá greiningu, enda sé hann einkennalaus eða einkennalítill. Með litlum einkennum er átt við væg einkenni frá öndunarfærum og að viðkomandi sé hitalaus (þ.e. hiti lægri en 37,8°C) og hafi verið hitalaus a.m.k. síðastliðinn sólarhring áður en hann losnar úr einangrun. Fylgja skal reglum um smitgát í a.m.k. tvo daga eftir að einangrun lýkur. Ath! Reglugerðin gildir einnig um þá sem eru í einangrun við gildistöku hennar. Það felur í sér að henni lýkur hjá þeim sem þegar hafa verið í einangrun í 5 daga eða lengur þegar reglugerðin tekur gildi 7. febrúar. Allir sem eru að ljúka einangrun frá skilaboð þess efnis í gegnum Heilsuveru og þar með en ekki fyrr lýkur einangruninni. Reglur um smitgát Reglugerð um 3. br. á reglugerð nr. 38/2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun að einangrun yrði stytt á miðnætti á sunnudag úr sjö dögum í fimm. Það sé í fullu samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Kjarninn í áhættumati sóttvarnalæknis, vegna hinnar miklu útbreiðslu og veikinda, snúi að hve ýmis starfsemi standi tæpt. Bæði í heilbrigðisþjónustu og félagsmálaþjónustu. Samkvæmt afléttingaráætlun stóð til að aflétta verulega 24. febrúar og aflétta með öllu 14. mars. Willum segist vona að geta kynnt verulegar afléttingar hið minnsta tveimur vikum fyrr, þ.e. í síðasta lagi 10. febrúar. „Nú kynntum við þessar afléttingaáætlun fyrir viku. Mér sýnist blasa við að það sé allt að vinna með okkur. Það séu forsendur til að aflétta fyrr og jafnvel meir en við kynntum í þeim skrefum sem voru þá 24. febrúar og 14. mars. Enda sögðum við að við myndum alltaf horfa til afléttinga þess á milli.“ Þegar hafi verið afnumin nándarregla á sitjandi viðburðum og nú sé einangrun stytt. „Mér sýnist að við getum hálfum mánuði fyrr hið minnsta tilkynnt verulegar afléttingar og jafnvel meiri en við gerðum ráð fyrir. Ef ekkert óvænt gerist eins og kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis,“ segir Willum. Takist það í næstu viku verði það hálfum mánuði á undan áætlun. Taka verði þó áfram mið af sjónarmiðum sóttvarnalæknis. Willum viðurkennir að ýmsir innan ríkisstjórnar vilji aflétta enn fyrr. Tekist hafi verið á um málið á fundi ríkisstjórnar í morgun á málefnalegum nótum. Nánar er greint er frá styttingu einangrunar í eftirfarandi tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu: Einangrun vegna Covid-sýkingar verður stytt úr sjö dögum í fimm með reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi mánudaginn 7. febrúar. Sem fyrr verður þó heimilt að framlengja einangrun ef þörf krefur samkvæmt læknisfræðilegu mati. Frá sama tíma er afnumin skylda þeirra til að sæta sóttkví eða viðhafa smitgát sem eru með afstaðna sýkingu, staðfesta með PCR-prófi sem er ekki yngra en 7 daga gamalt og ekki eldra en 180 daga. Nánar um einangrun og afléttingu hennar Einstaklingur sem er með staðfesta sýkingu af COVID-19 skal vera í einangrun í 5 daga frá greiningu, enda sé hann einkennalaus eða einkennalítill. Með litlum einkennum er átt við væg einkenni frá öndunarfærum og að viðkomandi sé hitalaus (þ.e. hiti lægri en 37,8°C) og hafi verið hitalaus a.m.k. síðastliðinn sólarhring áður en hann losnar úr einangrun. Fylgja skal reglum um smitgát í a.m.k. tvo daga eftir að einangrun lýkur. Ath! Reglugerðin gildir einnig um þá sem eru í einangrun við gildistöku hennar. Það felur í sér að henni lýkur hjá þeim sem þegar hafa verið í einangrun í 5 daga eða lengur þegar reglugerðin tekur gildi 7. febrúar. Allir sem eru að ljúka einangrun frá skilaboð þess efnis í gegnum Heilsuveru og þar með en ekki fyrr lýkur einangruninni. Reglur um smitgát Reglugerð um 3. br. á reglugerð nr. 38/2022
Einangrun vegna Covid-sýkingar verður stytt úr sjö dögum í fimm með reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi mánudaginn 7. febrúar. Sem fyrr verður þó heimilt að framlengja einangrun ef þörf krefur samkvæmt læknisfræðilegu mati. Frá sama tíma er afnumin skylda þeirra til að sæta sóttkví eða viðhafa smitgát sem eru með afstaðna sýkingu, staðfesta með PCR-prófi sem er ekki yngra en 7 daga gamalt og ekki eldra en 180 daga. Nánar um einangrun og afléttingu hennar Einstaklingur sem er með staðfesta sýkingu af COVID-19 skal vera í einangrun í 5 daga frá greiningu, enda sé hann einkennalaus eða einkennalítill. Með litlum einkennum er átt við væg einkenni frá öndunarfærum og að viðkomandi sé hitalaus (þ.e. hiti lægri en 37,8°C) og hafi verið hitalaus a.m.k. síðastliðinn sólarhring áður en hann losnar úr einangrun. Fylgja skal reglum um smitgát í a.m.k. tvo daga eftir að einangrun lýkur. Ath! Reglugerðin gildir einnig um þá sem eru í einangrun við gildistöku hennar. Það felur í sér að henni lýkur hjá þeim sem þegar hafa verið í einangrun í 5 daga eða lengur þegar reglugerðin tekur gildi 7. febrúar. Allir sem eru að ljúka einangrun frá skilaboð þess efnis í gegnum Heilsuveru og þar með en ekki fyrr lýkur einangruninni. Reglur um smitgát Reglugerð um 3. br. á reglugerð nr. 38/2022
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira