Flugumferð nálgast það sem var fyrir faraldurinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. febrúar 2022 22:01 Flugumferð hefur aukist verulega um svæðið síðustu mánuði. Vísir/Vilhelm Flugumferð yfir Norður-Atlantshafið er farin að nálgast það sem var áður en kórónuveirufaraldurinn tók að breiðast út. Isavia auglýsir nú í fyrsta sinn, frá því fyrir faraldur, eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. Hluti af flugi yfir Norður-Atlantshaf fer um íslenska flugstjórnarsvæðið. Umferðin var með mesta móti árin 2017 til 2019 og búist var við að hún yrði áfram mikil árið 2020 enda var febrúarmánuður það árið stærsti febrúarmánuður frá upphafi. Eftir að kórónuveiran tók að breiða úr sér dró hins vegar verulega úr flugumferð um svæðið. „Á venjulegum degi þar sem við erum með svona tíu tólf flugumferðarstjóra að vinna í einu þá vorum við með kannski þrjá þannig það var mjög lítið að gera.“ segir Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður rekstrarsviðs Isavia ANS um ástandið þegar verst lét. Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður rekstrarsviðs Isavia ANS segir fleiri á ferðinni nú en fyrir ári. Vísir/Vilhelm Aðeins hafi um hundrað flugvélar flogið um íslenska flugstjórnarsvæðið á sólarhring þegar minnst var. Þegar mest var árið 2019 fóru hins vegar allt að átta hundruð flugvélar um svæðið á sólarhring. Starfshlutfall starfsmanna hafi verið minnkað um skeið vegna þessa en ekki gripið til uppsagna. Flugumferðin hafi aukist á ný undanfarið. „Það eru búin að vera greinileg merki um það að það er aukning í flugi og hún hefur samt verið svona aðeins sveiflukennd eftir vikum en í heildina þá er hún á uppleið. Hún er núna um tæp 80% af því sem var 2019 og 2019 er það sem við erum alltaf að miða við núna,“ segir Þórdís. Gera ráð fyrir stigvaxandi aukningu Til marks um aukna flugumferð auglýsir Isavia nú í fyrsta sinn frá því fyrir faraldur eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. Guðný Tómasdóttir er einn þeirra flugumferðastjóra sem starfa hjá Isavia ANS en í fyrsta sinn í nærri þrjú ár er verið að reyna að bæta við í hópnum. Vísir/Vilhelm „Flugumferðarstjórar vinna til 63 ára aldurs og nú eru stórir árgangar sem fara að hætta á næstu árum. Þannig að nú þarf að fylla í skarðið,“ Guðný Tómasdóttir flugumferðarstjóri. Þórdís á von á að flugumferð muni halda áfram að aukast næstu mánuði. „Við gerum ráð fyrir þessari stigvaxandi aukningu og þangað til að við náum sömu hæðum þarna 2024 og síðan náttúrulega bara eykst flugumferð allavega samkvæmt spám ár frá ári eftir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Samgöngur Skóla - og menntamál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Hluti af flugi yfir Norður-Atlantshaf fer um íslenska flugstjórnarsvæðið. Umferðin var með mesta móti árin 2017 til 2019 og búist var við að hún yrði áfram mikil árið 2020 enda var febrúarmánuður það árið stærsti febrúarmánuður frá upphafi. Eftir að kórónuveiran tók að breiða úr sér dró hins vegar verulega úr flugumferð um svæðið. „Á venjulegum degi þar sem við erum með svona tíu tólf flugumferðarstjóra að vinna í einu þá vorum við með kannski þrjá þannig það var mjög lítið að gera.“ segir Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður rekstrarsviðs Isavia ANS um ástandið þegar verst lét. Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður rekstrarsviðs Isavia ANS segir fleiri á ferðinni nú en fyrir ári. Vísir/Vilhelm Aðeins hafi um hundrað flugvélar flogið um íslenska flugstjórnarsvæðið á sólarhring þegar minnst var. Þegar mest var árið 2019 fóru hins vegar allt að átta hundruð flugvélar um svæðið á sólarhring. Starfshlutfall starfsmanna hafi verið minnkað um skeið vegna þessa en ekki gripið til uppsagna. Flugumferðin hafi aukist á ný undanfarið. „Það eru búin að vera greinileg merki um það að það er aukning í flugi og hún hefur samt verið svona aðeins sveiflukennd eftir vikum en í heildina þá er hún á uppleið. Hún er núna um tæp 80% af því sem var 2019 og 2019 er það sem við erum alltaf að miða við núna,“ segir Þórdís. Gera ráð fyrir stigvaxandi aukningu Til marks um aukna flugumferð auglýsir Isavia nú í fyrsta sinn frá því fyrir faraldur eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. Guðný Tómasdóttir er einn þeirra flugumferðastjóra sem starfa hjá Isavia ANS en í fyrsta sinn í nærri þrjú ár er verið að reyna að bæta við í hópnum. Vísir/Vilhelm „Flugumferðarstjórar vinna til 63 ára aldurs og nú eru stórir árgangar sem fara að hætta á næstu árum. Þannig að nú þarf að fylla í skarðið,“ Guðný Tómasdóttir flugumferðarstjóri. Þórdís á von á að flugumferð muni halda áfram að aukast næstu mánuði. „Við gerum ráð fyrir þessari stigvaxandi aukningu og þangað til að við náum sömu hæðum þarna 2024 og síðan náttúrulega bara eykst flugumferð allavega samkvæmt spám ár frá ári eftir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Samgöngur Skóla - og menntamál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira