Innlent

Keyrði réttindalaus á fyrirtækjabíl

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglan hafði aðalega afkskipti af ökumönnum í nótt, ef marka má dagbók lögreglu sem barst í morgun.
Lögreglan hafði aðalega afkskipti af ökumönnum í nótt, ef marka má dagbók lögreglu sem barst í morgun. Vísir/Vilhelm

Ökumaður var stöðvaður í Garðabæ í nótt og reyndist hann hafa verið sviptur ökuréttindum. Í ljós kom að hann var að keyra bíl í eigu fyrirtækis og lagði lögregla hald á lykla bílsins.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu í morgun. Nokkuð rólegt virðist hafa verið hjá lögreglunni í nótt og það fréttnæmasta umferðarlagabrot. Einn var til að mynda stöðvaður í Hafnarfirði grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. 

Þá var ökumaður stöðvaður í Laugardal í nótt vegna hávaða í bifreiðinni. Útblásturskerfi bílsins reyndist í ólagi og „mögulega eitthvað fleira,“ eins og segir í dagbók lögreglu. Bifreiðin var boðuð í skoðun og vettvangsskýrsla rituð.

Þá var tilkynnt um umferðaróhapp í Kópavogi á níunda tímanum í gærkvöldi þar sem bifreið var ekið á ljósastaur. Ekkert slys varð á fólki en bíllin óökufær.

Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af rekstri veitingastaðar í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi vegna borota á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu. Svo virðist sem einhverjir hafi tekið forskot á sæluna en sóttvarnareglur, sem gilda um rekstur veitingastaða, voru rýmkaðar núna á miðnætti. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.