Innlent

Til­kynnt um að hundur hafi bitið barn

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki eru gefnar upp neinar upplýsingar að þessu sinni hvar á höfuðborgarsvæðinu eða hvenær atvikin áttu sér stað.
Ekki eru gefnar upp neinar upplýsingar að þessu sinni hvar á höfuðborgarsvæðinu eða hvenær atvikin áttu sér stað. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna hunds sem hafði bitið barn í gærkvöldi eða í nótt. Í dagbók lögreglu segir þó að engir áverkar hafi verið á barninu.

Ekki eru gefnar upp neinar upplýsingar að þessu sinni hvar á höfuðborgarsvæðinu eða hvenær atvikin áttu sér stað.

Einng er sagt frá því að tilkynnt hafi verið um líkamsárás þar sem meiðsli eru talin vera minniháttar.

Einnig segir frá því að tveir menn sem grunaðir eru um innbrot hafi verið vistaðir í fangageymslu.

Þá var einnig tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ökumaður annars bílsins er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var handtekinn og fluttur á lögreglustöð í sýnatöku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×