Hundurinn Píla loks fundin eftir björgun úr ótrúlegum aðstæðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. janúar 2022 23:28 Mynd sem sýnir aðstæðurnar glögglega. Píla er inn í rauða hringnum. Mynd/Stefán Örn Finnbjörnsson Um tuttugu björgunarsveitarmenn frá Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafirði voru að störfum í kvöld við erfiðar aðstæður í Ófæru, þar sem unnið var að því að koma hundinum Pílu niður heilu og höldnu. Píla hafði verið týnd í nærri þrjár vikur en kajakræðari kom auga á hana í dag. Hún komst í langþráðan faðm eigenda sinna í kvöld. Píla, tíu ára Border Collie tík týndist þann 6. janúar síðastliðinn er hún fældist vegna flugelda. Hennar hefur verið leitað síðan. Leitin hefur verið vel skipulögð en alls eru um 800 manns í Facebook-hóp þar sem heimamenn og fleiri reyna að hjálpast að við leitina. Haukfránn kajakræðari kom auga á hana Það dró heldur betur til tíðinda í dag þegar kajakræðari taldi sig koma auga á hund í þverhníptu klettabelti í um 100 til 200 metra hæð, svæði sem gengur undir nafninu Ófæra. PÍLU UPDATE. ALLIR PLÍS SENDA GÓÐA STRAUMA. Hún er búin að vera týnd síðan 6. jan eftir að hún fældist vegna flugelda. Það er verið að checka á þessu 🙏🏼🙏🏼🙏🏼 pic.twitter.com/vAo12OeOt6— Sandra Ósk Jóhannsdóttir (@sandra_johanns) January 26, 2022 Heimamenn stukku af stað og sendu dróna á loft sem staðfesti að um hund væri að ræða, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Björgunarsveitir voru kallaðar til aðstoðar í kvöld, enda aðstæður með erfiðasta móti. „Þetta er ekki þægilegasta landslagið til að vera í. Svo bætist við snjór og hálka,“ segir Ragnar Högni Guðmundsson, einn af þeim sem stýrði aðgerðum björgunarsveita á svæðinu, í samtali við Vísi. Myndbandið hér að neðan sem Stefán Örn Finnbjörnsson tók í dag sýnir aðstæðurnar glögglega. Klippa: Drónamyndband sýnir aðstæðurnar sem Píla var í Ragnar segir að fyrir tíu dögum hafi fundist hundaspor á svæðinu en leit hafi ekki skilað neinum árangri. Síðan þá hafa ýmsar lægðir gengið yfir svæðið og ekki var hægt að sinna leit að neinu ráði. „Síðan hefur ekkert sést af henni eða frést af henni fyrr en í dag,“ segir Ragnar. „Það þarf sérhæfðan búnað, klifurbúnað til þess að standa í þessu, segir hann ennfremur. Björgunarsveitarmenn komust til Pílu í kvöld og þegar Vísir náði tali af Ragnari var verið að undirbúa það að koma henni niður. „Það er verið að vinna í að gera tryggingar í fjallið þannig að það sé hægt að síga með hana niður. Þetta er feiknaaðgerð, tæknileg aðgerð,“ segir Ragnar en það hjálpar að veður er með ágætasta móti. Hann staðfesti svo við Vísi á tólfta tímanum að Píla væru kominn í öruggar hendur eigenda sinna. Píla virðist hafa haldið til í fjallinu í þónokkurn tíma.Stefán Örn Finnbjörnsson „Hún virðist hafa haldið til í þessu skoti þarna. Hún er örugglega búin að vera þarna í einhvern tíma en hún er væntanlega ekki búin að éta neitt.“ Það var svo á tólfta tímanum sem Píla komst á heilu og höldnu niður í faðm eigenda sinna. Óhætt er að segja að ótrúlegt sé að Píla hafi komist lífs af eftir allan þennan tíma miðað við aðstæðurnar sem hún var komin í, ekki síst í ljósi þess að undanfarnar vikur hefur veðrið verið slæmt á þessum slóðum. Stefán Örn, sá sem flaug drónanum svo hægt væri að staðfesta að um Pílu var að ræða segir að hann hafi nokkrum sinnum flogið drónanum á þessu svæði. Líkleg hafi Píla haldið sig í gjótu. „Ég var búinn að fara fjórum sinnum og fljúga um fjallið. Aldrei sást neitt en mögulega hefur hún haldið sig í þessari gjótu í einhvern tíma,“ segir Stefán Örn. Myndband frá eiganda af litlu hetjunni henni Pílu. 20 dagar uppá fjalli í gulum og appelsínugulum viðvörun. Snjóflóði og jarðskjálfta sem fannst vegna Tonga. Núna tökum við Pílu til fyrirmyndar í öllum framtíðar leitum. Hún verður stoð og styrkur eigenda sem leita að sínu dýri. pic.twitter.com/ClXDos8Kn6— Sandra Ósk Jóhannsdóttir (@sandra_johanns) January 26, 2022 Dýr Bolungarvík Björgunarsveitir Hundar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Píla, tíu ára Border Collie tík týndist þann 6. janúar síðastliðinn er hún fældist vegna flugelda. Hennar hefur verið leitað síðan. Leitin hefur verið vel skipulögð en alls eru um 800 manns í Facebook-hóp þar sem heimamenn og fleiri reyna að hjálpast að við leitina. Haukfránn kajakræðari kom auga á hana Það dró heldur betur til tíðinda í dag þegar kajakræðari taldi sig koma auga á hund í þverhníptu klettabelti í um 100 til 200 metra hæð, svæði sem gengur undir nafninu Ófæra. PÍLU UPDATE. ALLIR PLÍS SENDA GÓÐA STRAUMA. Hún er búin að vera týnd síðan 6. jan eftir að hún fældist vegna flugelda. Það er verið að checka á þessu 🙏🏼🙏🏼🙏🏼 pic.twitter.com/vAo12OeOt6— Sandra Ósk Jóhannsdóttir (@sandra_johanns) January 26, 2022 Heimamenn stukku af stað og sendu dróna á loft sem staðfesti að um hund væri að ræða, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Björgunarsveitir voru kallaðar til aðstoðar í kvöld, enda aðstæður með erfiðasta móti. „Þetta er ekki þægilegasta landslagið til að vera í. Svo bætist við snjór og hálka,“ segir Ragnar Högni Guðmundsson, einn af þeim sem stýrði aðgerðum björgunarsveita á svæðinu, í samtali við Vísi. Myndbandið hér að neðan sem Stefán Örn Finnbjörnsson tók í dag sýnir aðstæðurnar glögglega. Klippa: Drónamyndband sýnir aðstæðurnar sem Píla var í Ragnar segir að fyrir tíu dögum hafi fundist hundaspor á svæðinu en leit hafi ekki skilað neinum árangri. Síðan þá hafa ýmsar lægðir gengið yfir svæðið og ekki var hægt að sinna leit að neinu ráði. „Síðan hefur ekkert sést af henni eða frést af henni fyrr en í dag,“ segir Ragnar. „Það þarf sérhæfðan búnað, klifurbúnað til þess að standa í þessu, segir hann ennfremur. Björgunarsveitarmenn komust til Pílu í kvöld og þegar Vísir náði tali af Ragnari var verið að undirbúa það að koma henni niður. „Það er verið að vinna í að gera tryggingar í fjallið þannig að það sé hægt að síga með hana niður. Þetta er feiknaaðgerð, tæknileg aðgerð,“ segir Ragnar en það hjálpar að veður er með ágætasta móti. Hann staðfesti svo við Vísi á tólfta tímanum að Píla væru kominn í öruggar hendur eigenda sinna. Píla virðist hafa haldið til í fjallinu í þónokkurn tíma.Stefán Örn Finnbjörnsson „Hún virðist hafa haldið til í þessu skoti þarna. Hún er örugglega búin að vera þarna í einhvern tíma en hún er væntanlega ekki búin að éta neitt.“ Það var svo á tólfta tímanum sem Píla komst á heilu og höldnu niður í faðm eigenda sinna. Óhætt er að segja að ótrúlegt sé að Píla hafi komist lífs af eftir allan þennan tíma miðað við aðstæðurnar sem hún var komin í, ekki síst í ljósi þess að undanfarnar vikur hefur veðrið verið slæmt á þessum slóðum. Stefán Örn, sá sem flaug drónanum svo hægt væri að staðfesta að um Pílu var að ræða segir að hann hafi nokkrum sinnum flogið drónanum á þessu svæði. Líkleg hafi Píla haldið sig í gjótu. „Ég var búinn að fara fjórum sinnum og fljúga um fjallið. Aldrei sást neitt en mögulega hefur hún haldið sig í þessari gjótu í einhvern tíma,“ segir Stefán Örn. Myndband frá eiganda af litlu hetjunni henni Pílu. 20 dagar uppá fjalli í gulum og appelsínugulum viðvörun. Snjóflóði og jarðskjálfta sem fannst vegna Tonga. Núna tökum við Pílu til fyrirmyndar í öllum framtíðar leitum. Hún verður stoð og styrkur eigenda sem leita að sínu dýri. pic.twitter.com/ClXDos8Kn6— Sandra Ósk Jóhannsdóttir (@sandra_johanns) January 26, 2022
Dýr Bolungarvík Björgunarsveitir Hundar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent