Lífið

Lisa Snowdon fagnar hálfri öld á Íslandi

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Parið George Smart og Lisa Snowden.
Parið George Smart og Lisa Snowden. Getty/ David M. Benett

Lisa Snowdon er nýjasti Íslandsvinurinn og er um þessar mundir að fagna fimmtíu ára afmælinu sínu hér á landi ásamt unnusta sínum George Smart. Parið hafði það huggulegt í Sky Lagoon og var hún dugleg að sýna frá afmælisferðinni á samfélagsmiðli sínum.

Lisa er fyrirsæta, útvarpskona og kynnir í raunveruleikaþáttunum Britain´s Next Top Model. Hún hefur verið alsæl með ferðina og hrósar hún öllum stöðunum sem hún hefur fengið að upplifa í ferðinni á miðlinum sínum eins og Sky Lagoon og hótelinu Exeter. Einnig hefur hún verið hæstánægð með veitingastaðina Dill, Le Kock og Matarkjallarann.

Ólíkt mörgum Íslendingum fannst henni -8 gráðurnar og stormurinn ein magnaðasta upplifun lífs síns. Hún varð tilfinningarík og meir á afmælisdaginn sjálfan og afskaplega þakklát fyrir allt og alla í kringum sig á þessum stórafmælisdegi. Hún gerði vel við sig og fór að versla í COS og BioEffect á Hafnartorgi í miðbænum. Hún virðist hafa notið þess að heimsækja landið og það er aldrei að vita nema hún snúi aftur einn daginn. 


Tengdar fréttir

Katrín hitti McManaman

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er yfirlýstur stuðningsmaður knattspyrnuliðsins Liverpool. Hún birti í kvöld mynd af sér á Instagram með goðsögninni Steve McManaman sem staddur er hér á landi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.