Innlent

1.151 greindust innan­lands í gær

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega 60 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér landi frá upphafi faraldursins.
Rúmlega 60 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér landi frá upphafi faraldursins. Vísir/Vilhelm

1.151 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 145 á landamærum.

Frá þessu segir á síðunni covid.is. 11.109 eru nú í einangrun vegna Covid-19 og 13.808 í sóttkví. 226 eru nú í skimunarsóttkví.

53 prósent af sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og 47 prósent utan sóttkvíar.

Fjörutíu eru nú á sjúkrahúsi með Covid-19. Fjórir eru á gjörgæslu.

3.999 einkennasýni voru greind í gær, 2.520 sóttkvíarsýni og 969 landamærasýni.

Alls hafa 58.409 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á þarsíðasta ári. Sextán prósent íbúa hafa nú greinst með Covid-19. 44 hafa látist á Íslandi vegna COVID-19 frá upphafi faraldursins. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×