Tilkynningar bárust um hávaða frá íbúð í miðbænum og nokkrar um skarkala í póstnúmerinu 105 en í einu tilvikinu lék einnig grunur á að verið væri að brjóta samkomutakmarkanir.
Í póstnúmerinu 105 barst einnig tilkynning um aðila sem var að vera til vandræða en engar nánari upplýsingar um atvikið eru gefnar í tilkynningu frá lögreglu. Í Hafnarfirði barst tilkynning um ölvaðan mann sem gat ekki staðið upp sjálfur og í póstnúmerinu 109 var tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi sem er grunaður um að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum. Var honum ekið á Landspítalann til aðhlynningar.
Lögregla aðstoðaði einnig konu í nótt sem var sögð illa áttuð og virtist ekki vita hvar hún var. Var hún flutt á slysadeild þar sem hún var með áverka á höfði.