Sport

Þessir eru taldir líklegastir til að taka við Everton

Atli Arason skrifar
Roberto Martinez náði fínum árangri með Everton á sínum tíma.
Roberto Martinez náði fínum árangri með Everton á sínum tíma. Vísir/Getty

Rafael Benitez var í dag rekin úr starfi sem knattspyrnustjóri Everton. Talið er að Duncan Ferguson muni taka við liðinu sem bráðabirgðastjóri en Ferguson gerði slíkt hið sama þegar Marco Silva var rekinn frá Everton í desember 2019.

Samkvæmt veðbönkum er talið líklegast að Roberto Martinez verði næsti þjálfari liðsins en þar á eftir koma Wayne Rooney og sjálfur Duncan Ferguson. Breski fjölmiðillinn Telegraph segist einmitt hafa heimildir fyrir því að Martinez og Rooney séu efstir á blaði hjá Everton.

Martinez er fyrrum stjóri Everton en hann stýrði liðinu á árunum 2013-2016, áður en hann tók við Belgíska landsliðinu þar sem hann starfar í dag.

Rooney er fyrrum leikmaður Everton og er uppalin hjá liðinu. Rooney lék með liðinu frá 1996-2004 og svo aftur tímabilið 2017-2018. Rooney er í dag knattspyrnustjóri Derby County í ensku fyrstu deildinni.

Graham Potter, þjálfari Brighton, er einnig talin líklegur sem og Nuno Espirito Santo, fyrrum þjálfari Wolves og Tottenham.

Á lista eru einnig Slaven Bilic, fyrrum þjálfari West Ham og WBA, Ole Gunnar Solskjær, fyrrum þjálfari Manchester United og Jose Mourinho, þjálfari Roma.

Von er á frekari tilkynningu frá Everton á allra næstu dögum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.