Samkvæmt veðbönkum er talið líklegast að Roberto Martinez verði næsti þjálfari liðsins en þar á eftir koma Wayne Rooney og sjálfur Duncan Ferguson. Breski fjölmiðillinn Telegraph segist einmitt hafa heimildir fyrir því að Martinez og Rooney séu efstir á blaði hjá Everton.
Martinez er fyrrum stjóri Everton en hann stýrði liðinu á árunum 2013-2016, áður en hann tók við Belgíska landsliðinu þar sem hann starfar í dag.
Rooney er fyrrum leikmaður Everton og er uppalin hjá liðinu. Rooney lék með liðinu frá 1996-2004 og svo aftur tímabilið 2017-2018. Rooney er í dag knattspyrnustjóri Derby County í ensku fyrstu deildinni.
Graham Potter, þjálfari Brighton, er einnig talin líklegur sem og Nuno Espirito Santo, fyrrum þjálfari Wolves og Tottenham.
Á lista eru einnig Slaven Bilic, fyrrum þjálfari West Ham og WBA, Ole Gunnar Solskjær, fyrrum þjálfari Manchester United og Jose Mourinho, þjálfari Roma.
Von er á frekari tilkynningu frá Everton á allra næstu dögum.