Innlent

Vann 18 milljónir á Enska get­rauna­seðlinum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tipparinn var með þrettán rétta.
Tipparinn var með þrettán rétta. epa/Peter Powell

Ónefndur Akureyringur datt í lukkupottinn í gær og vann heilar 18 milljónir króna þegar hann giskaði á þrettán rétta á Enska getraunaseðlinum. 

Tipparinn keypti miðann í appi Íslenskra getrauna og er þetta hæsti vinningur sem unnist hefur á Enska getraunaseðlinum í appinu frá upphafi.

Samkvæmt tilkynningu frá Íslenskri getspá tvítryggði Akureyringurinn sjö leiki, þrítryggði einn leik og var með eitt merki á fimm leikjum. Getraunaseðillinn kostaði hann 5.760 krónur. 

Þá er þess getið í tilkynningunni að tipparinn sé stuðningsmaður KA.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×