Lífið

Miklar get­gátur um kynni Óskars­verð­launanna

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Það er mikill heiður að vinna Óskarsverðlaunin.
Það er mikill heiður að vinna Óskarsverðlaunin. Getty/ Michael Ochs Archives

Miklar getgátur hafa verið um það hver mun verða fyrir valinu sem kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni 2022, en það verður í fyrsta skipti síðan 2018 sem athöfnin verður með kynni. Tilnefningar til verðlaunanna verða gefnar út 8. febrúar og athöfnin sjálf fer fram 27. mars.

Óskarsakademían spurði fylgjendur sína á Twitter í vikunni hverja þau myndu vilja sjá sem kynni á hátíðinni. Fylgjendurnir voru spenntir og stútfullir af hugmyndum og hafa borist alls 15.000 svör. Þó svo að svörin væru mörg komu sömu nöfnin oft fyrir og er augljóst að fólk er með sterkar skoðanir á málinu.

Sá einstaklingur sem hefur verið nefndur hvað mest í tengslum við kynnahlutverkið er leikarinn Tom Holland. Tom fór nýlega með hlutverk Spidermans í myndinni Spider-man: No Way Home og á stóran hóp fylgjenda. Tom hefur sagt í viðtali að ef honum yrði boðið starfið myndi hann taka því með glöðu geði. Samkvæmt The Hollywood Reporter hefur Akademían verið í sambandi við teymið hans um möguleikann á því að kynna hátíðina.

Þeir sem nefndu Tom sem kynni í skoðunarkönnuninni hjá Akademíunni vildu ýmist sjá hann í hlutverkinu ásamt leikkonunni Zendayu, sem er einnig kærasta leikarans, eða með fyrrum Spiderman leikurunum Andrew Garfield og Tobey Maguire.

Parið Tom Holland og Zendaya.Getty/ Cindy Ord

Nýlega fóru þó sögusagnir af stað um það að Pete Davidson væri einnig að sækjast eftir hlutverkinu og væri spennandi valmöguleiki þar sem hann nær vel til yngri áhorfenda.  Hann var nýlega kynnir ásamt Miley Cyrus á áramótafögnuði NBC þar sem áhorfendatölur komu vel út. Það verður áhugavert að sjá hvort að eitthvað sé til í þessum sögusögnum þegar kynnirinn verður kynntur á næstu dögum eða vikum.

Í Twitter skoðunarkönnuninni voru margir nefndir á óskalistanum eins og Tina Fey, Amy Poehler, Dwayne Johnson, Maya Rudolph, Tom hanks, Kristen Wiig, Jason Sudeikis, Chris Rock og Graham Norton. Önnur teymi sem komu oft fyrir í svörunum voru Only Murders in the Building tríóið Steve Martin, Martin Short og Selena Gomez en einnig hjónin Emily Blunt og John Krasinski.

Nú er bara að bíða og sjá hver verður fyrir valinu.

Only Murders in the Building leikararnir Martin Short, Selena Gomez og Steve Martin.Getty/ Gotham

Tengdar fréttir

Spi­der-man: No Way Home: Að­dá­enda­þjónkunar­svall í tíunda veldi

Spider-man: No Way Home er nú komin í kvikmyndahús og hefur aðsóknin í Bandaríkjunum a.m.k. verið mjög mikil. Sjálfur sá ég hana klukkan 14:00 á föstudegi og það var töluverður fjöldi fólks í salnum. Því má gera ráð fyrir að vinsældir hennar séu álíka miklar hér á landi

Golden Globes tilnefningarnar tilkynntar

Rétt í þessu kom í ljós hverjir hljóta tilnefningar til Golden Globes verðlaunanna. Afhendingin fer fram þann 9. janúar en ekki verður sýnt frá hátíðinni í þetta skiptið.

Stjörnurnar sem skinu skærast á rauða dreglinum

Óskarsverðlaunin voru afhent í 93. skipti í gær. Það voru margar stjörnur sem vöktu mikla athygli á rauða dreglinum og fengum við Ingunni Sig og Heiði Ósk okkar í HI beauty til þess að taka saman það sem stóð upp úr að þeirra mati.

Zendaya svarar 73 spurningum

Leik- og söngkonan Zendaya Maree Stoermer Coleman tók á dögunum þátt í reglulegum dagskrálið tímaritsins Vogue á YouTube-síðu blaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×