Kvöldið byrjar einmitt á einum leik í Subway-deild karla, en klukkan 18:05 hefst útsending frá leik ÍR og Vestra á Stöð 2 Sport. Að þeim leik loknum verður svo skipt beint yfir á Hlíðarenda þar sem Valsmenn taka á móti Tindastól að norðan.
Klukkan 19:15 hefst svo útsending frá Vodafone-deildinni í CS:GO á Stöð 2 eSport, en útsending kvöldsins verður með heldur óhefðbundnu sniði. Leikið verður svokallað „showmatch“, landslið á móti pressuliði, og nýr samstarfsaðili deildarinnar afhjúpaður.
Að lokum hefst svo ben útsending frá Sony Open á PGA mótaröðinni í golfi á Stöð 2 Golf á slaginu miðnætti fyrir golfþyrsta næturhrafna.