Lífið

Bryn­hildur og Matthías eiga von á barni

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Þau Brynhildur Karlsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson eiga von á sínu fyrsta barni.
Þau Brynhildur Karlsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson eiga von á sínu fyrsta barni. Instagram

Tónlistarmaðurinn Matthías Tryggvi Haraldsson og söng- og leikkonan Brynhildur Karlsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman.

Brynhildur deilir gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram. Þar deilir hún fallegri bumbumynd og skrifar undir: „Vá hvað ég þarf mikið að pissa.“

Greint var frá því í júní að Brynhildur og Matthías væru byrjuð saman. Óhætt er að segja að þau séu músíkalskt par. Matthías er hvað þekktastur fyrir það að vera meðlimur í hljómsveitinni Hatari sem keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2019. En Brynhildur er meðal annars meðlimur hljómsveitanna Kvikindis og Hormóna.

Parið trúlofaði sig síðasta haust eftir að Matthías fór á skeljarnar í Sky Lagoon. En við það tilefni sagðist Brynhildur aldrei hafa verið hamingjusamari eða ástfangnari.


Tengdar fréttir

Brynhildur og Matthías flott saman

Tónlistarmaðurinn og dramatúrgurinn Matthías Tryggvi Haraldsson og söng- og leikkonan Brynhildur Karlsdóttir eru nýtt par.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.