Lífið

Katrín horfir á Rodman, Jordan og Zidane til að koma sér í gírinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þekktir íþróttamenn aðstoða Kötu til að koma sér í gírinn. 
Þekktir íþróttamenn aðstoða Kötu til að koma sér í gírinn. 

Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir verður seint talin vera stjörnukokkur en hún fór af stað með matreiðsluþætti á dögunum á Stöð 2.

Í þáttunum Þetta reddast fær Dóra Júlía til sín góða gesti og með aðstoð þeirra matreiðir hún fram misglæsilega rétti og kynnist viðmælendum sínum í leiðinni.

Í þriðja þættinum mætti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í eldhúsið og bökuðu þeir saman íslenskar pönnukökur.

Í þættinum ræddu þær um allt milli himins og jarðar og meðal annars um það hvernig Katrín kemur sér í gírinn áður en hún kemur fram til að halda ræðu eða koma fram opinberlega.

„Ef ég er ekki í gírnum fyrir þá horfi ég stundum á, þetta er mjög asnalegt, Dennis Rodman eða Michael Jordan og tek stundum nokkur mörk frá Zidane. Ég horfi á íþróttamenn vera ná árangri. Stundum hlusta ég líka á svona pepptónlist,“ segir Katrín sem setur stundum Guns N' Roses á fóninn fyrir átök.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en þættirnir Þetta reddast eru á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudagskvöldum.

Klippa: Katrín horfir á Rodman, Jordan og Zidane til að koma sér í gírinn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×