Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Snorri Másson skrifar 6. janúar 2022 20:00 Sannkallað stöðuvatn hafði myndast á planinu þegar mest lét í morgun. Vísir/Vilhelm Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. Þetta leit sannarlega ekki vel út þegar fréttastofa mætti niður að Grindavíkurhöfn í morgun en með samstilltu átaki viðbragðsaðila tókst að dæla gríðarlegu magni af vatni burt og sömuleiðis bjarga miklum verðmætum úr útgerðinni. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá mestu hamfarirnar og viðbrögð hlutaðeigandi aðila: Svo virtist sem allt væri Grindvíkingum mótdrægt. Sjávarstaðan var sérstaklega há og á nákvæmlega sama tíma gekk yfir ein mesta lægð sögunnar. Sömuleiðis var vindáttin óhagstæð. Undir morgun var allt komið á flot við höfnina, rafmagni sló alveg út á svæðinu og menn þurftu að hafa sig alla við til að koma fiskinum úr frystihúsinu. „Þetta var gríðarlegt magn. Þegar þú labbaðir um þetta áðan eins og þið sjáið á lyftaranum, þetta er í hnéhæð. En niðurföllin, hvernig stendur á að þau anni þessu ekki? Niðurföllin eru svo sem bara gerð fyrir rigningavatn og svoleiðis en þegar sjór flæðir yfir allar bryggjur og öldurnar ganga yfir er vatsnmagnið svo gríðarlegt að þau hafa ekki undan,“ sagði Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri. Allt var fullt af fiski í frystihúsinu, sem tæma þurfti í snatri þegar sjórinn flæddi inn. Það tókst að bjarga mestu.Vísir/Vilhelm Síðdegis tókst að tæma planið af vatni. Viðbúið er að sjór gangi aftur á land þegar flæðir að í kvöld en í þetta skiptið verða viðbragðsaðilar í startholunum í von um að aftra því að sagan endurtaki sig með frystihúsið. Félagið er vitaskuld tryggt en töluvert tjón hefur orðið á afurðum og hráefni og mögulega húsnæði. „Ég held að eitt bretti sé bara milljón, þannig að þetta er mjög stórt tjón þótt þetta sé lítill hluti af afurðunum,“ sagði Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis hf. Bæjarstjórinn Fannar Jónasson var einnig á staðnum og sagði töluvert hafa mætt á Grindvíkingum undanfarið. „Við áttum ekki von á þessu svona slæmu. Það var búið að bregðast við með ýmsu móti en til dæmis vatnið núna hér við fiskvinnsluna er hærri en maður átti von á,“ sagði Fannar. Á svipuðum nótum bætti Páll framkvæmdastjóri við að Grindvíkingar væru á þessum síðustu og verstu tímum orðnir ýmsu vanir: „Jarðskjálftar, eldgos, veirur og svo flóð. Þannig að þetta ár heilsar bara með stæl.“ Vísir/Vilhelm Veður Grindavík Tengdar fréttir Stórtjón hjá Vísi í Grindavík eftir sjóganginn Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess. 6. janúar 2022 12:43 Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Þetta leit sannarlega ekki vel út þegar fréttastofa mætti niður að Grindavíkurhöfn í morgun en með samstilltu átaki viðbragðsaðila tókst að dæla gríðarlegu magni af vatni burt og sömuleiðis bjarga miklum verðmætum úr útgerðinni. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá mestu hamfarirnar og viðbrögð hlutaðeigandi aðila: Svo virtist sem allt væri Grindvíkingum mótdrægt. Sjávarstaðan var sérstaklega há og á nákvæmlega sama tíma gekk yfir ein mesta lægð sögunnar. Sömuleiðis var vindáttin óhagstæð. Undir morgun var allt komið á flot við höfnina, rafmagni sló alveg út á svæðinu og menn þurftu að hafa sig alla við til að koma fiskinum úr frystihúsinu. „Þetta var gríðarlegt magn. Þegar þú labbaðir um þetta áðan eins og þið sjáið á lyftaranum, þetta er í hnéhæð. En niðurföllin, hvernig stendur á að þau anni þessu ekki? Niðurföllin eru svo sem bara gerð fyrir rigningavatn og svoleiðis en þegar sjór flæðir yfir allar bryggjur og öldurnar ganga yfir er vatsnmagnið svo gríðarlegt að þau hafa ekki undan,“ sagði Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri. Allt var fullt af fiski í frystihúsinu, sem tæma þurfti í snatri þegar sjórinn flæddi inn. Það tókst að bjarga mestu.Vísir/Vilhelm Síðdegis tókst að tæma planið af vatni. Viðbúið er að sjór gangi aftur á land þegar flæðir að í kvöld en í þetta skiptið verða viðbragðsaðilar í startholunum í von um að aftra því að sagan endurtaki sig með frystihúsið. Félagið er vitaskuld tryggt en töluvert tjón hefur orðið á afurðum og hráefni og mögulega húsnæði. „Ég held að eitt bretti sé bara milljón, þannig að þetta er mjög stórt tjón þótt þetta sé lítill hluti af afurðunum,“ sagði Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis hf. Bæjarstjórinn Fannar Jónasson var einnig á staðnum og sagði töluvert hafa mætt á Grindvíkingum undanfarið. „Við áttum ekki von á þessu svona slæmu. Það var búið að bregðast við með ýmsu móti en til dæmis vatnið núna hér við fiskvinnsluna er hærri en maður átti von á,“ sagði Fannar. Á svipuðum nótum bætti Páll framkvæmdastjóri við að Grindvíkingar væru á þessum síðustu og verstu tímum orðnir ýmsu vanir: „Jarðskjálftar, eldgos, veirur og svo flóð. Þannig að þetta ár heilsar bara með stæl.“ Vísir/Vilhelm
Veður Grindavík Tengdar fréttir Stórtjón hjá Vísi í Grindavík eftir sjóganginn Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess. 6. janúar 2022 12:43 Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Stórtjón hjá Vísi í Grindavík eftir sjóganginn Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess. 6. janúar 2022 12:43
Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13