Undanþága Djokovic veldur reiði: „Höfum verið höfð að fíflum“ Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2022 09:31 Novak Djokovic vann þrjú risamót á síðasta ári og er fremsti tennisspilari heims. Getty/Oscar Gonzalez Ástralir eru bæði reiðir og undrandi yfir því að tennisstjarnan Novak Djokovic hafi fengið undanþágu til að koma til landsins og spila á opna ástralska mótinu sem hefst í Melbourne 17. janúar. Þetta segir ástralski miðillinn ABC News. Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur gegn kórónuveirunni og því þótti ólíklegt að hann yrði með á mótinu. Í gær greindi Serbinn frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði fengið undanþágu til að keppa. Mótshaldarar og stjórnvöld í Viktoríufylki, þar sem mótið fer fram, staðfestu í gær að Djokovic yrði með og fullyrtu að hann væri með „raunverulegt sjúkdómsástand sem uppfyllti skilyrði fyrir undanþágu“. Ýmsir heimamenn hafa furðað sig á þessu, meðal annars Kevin Bartlett sem er goðsögn í áströlskum fótbolta. „Novak Djokovic er besti tenniskappi sögunnar. Gleymið Laver, Agassi, Federer, Sampras, Nadal, McEnroe, Connors og Borg því Novak hefur unnið 20 risatitla, 87 titla til viðbótar og þénað milljarða dollara án þess að við vissum að hann glímdi við sjúkdómsvandamál. Við höfum verið höfð að fíflum,“ skrifaði Bartlett á Twitter. Tennisskríbentinn Ben Rothenberg birti reglur ástralskra stjórnvalda um undanþágur og sagði ljóst að undanþága Djokovic vekti upp spurningar um hvort hún væri réttmæt. Though we now know that Djokovic plans to play the #AusOpen, there will still be considerable speculation about the legitimacy of his exemption.What acute major medical condition, as listed here by Australian authorities, could a healthy #1-ranked athlete have? pic.twitter.com/Qe12SWTMJo— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 4, 2022 „Hvaða „bráðasjúkdómsástand“, eins og áströlsk stjórnvöld nefna á sínum lista, gæti heilbrigður, efsti maður heimslista í íþrótt, verið með?“ spurði Rothenberg. „Ef að hann neitar að fá bólusetningu þá á hann ekki að fá að koma hingað“ „Þetta er mjög athyglisvert. Ég ætla ekki að segja fleira,“ sagði ástralski tennisspilarinn Alex de Minaur, spurður út í málið á blaðamannafundi. Jamie Murray, eldri bróðir Andy Murray, gaf í skyn að Djokovic fengi sérmeðferð: „Ég held að ef það væri ég sem væri ekki bólusettur þá myndi ég ekki fá undanþágu… en vel gert hjá honum að fá leyfi til að koma til Ástralíu og keppa,“ sagði Murray. „Þegar allt kemur til alls þá verður maður að treysta því að það sé góð ástæða fyrir því að hann fékk undanþágu vegna sjúkdómsástands,“ sagði Murray. Stephen Parnis, læknir á bráðamóttöku í Viktoríufylki, sagði um skelfileg skilaboð að ræða til þeirra sem reyndu að hefta útbreiðslu Covid-19. „Mér er alveg sama hversu góður tennisspilari hann er. Ef að hann neitar að fá bólusetningu þá á hann ekki að fá að koma hingað. Ef að það er satt að hann hafi fengið undanþágu þá eru það hræðileg skilaboð til milljóna manns sem reyna að minnka hættuna af Covid-19 gagnvart sér og öðrum. Bólusetning sýnir virðingu gagnvart öðrum, Novak,“ skrifaði Parnis. Tennis Ástralía Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjá meira
Þetta segir ástralski miðillinn ABC News. Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur gegn kórónuveirunni og því þótti ólíklegt að hann yrði með á mótinu. Í gær greindi Serbinn frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði fengið undanþágu til að keppa. Mótshaldarar og stjórnvöld í Viktoríufylki, þar sem mótið fer fram, staðfestu í gær að Djokovic yrði með og fullyrtu að hann væri með „raunverulegt sjúkdómsástand sem uppfyllti skilyrði fyrir undanþágu“. Ýmsir heimamenn hafa furðað sig á þessu, meðal annars Kevin Bartlett sem er goðsögn í áströlskum fótbolta. „Novak Djokovic er besti tenniskappi sögunnar. Gleymið Laver, Agassi, Federer, Sampras, Nadal, McEnroe, Connors og Borg því Novak hefur unnið 20 risatitla, 87 titla til viðbótar og þénað milljarða dollara án þess að við vissum að hann glímdi við sjúkdómsvandamál. Við höfum verið höfð að fíflum,“ skrifaði Bartlett á Twitter. Tennisskríbentinn Ben Rothenberg birti reglur ástralskra stjórnvalda um undanþágur og sagði ljóst að undanþága Djokovic vekti upp spurningar um hvort hún væri réttmæt. Though we now know that Djokovic plans to play the #AusOpen, there will still be considerable speculation about the legitimacy of his exemption.What acute major medical condition, as listed here by Australian authorities, could a healthy #1-ranked athlete have? pic.twitter.com/Qe12SWTMJo— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 4, 2022 „Hvaða „bráðasjúkdómsástand“, eins og áströlsk stjórnvöld nefna á sínum lista, gæti heilbrigður, efsti maður heimslista í íþrótt, verið með?“ spurði Rothenberg. „Ef að hann neitar að fá bólusetningu þá á hann ekki að fá að koma hingað“ „Þetta er mjög athyglisvert. Ég ætla ekki að segja fleira,“ sagði ástralski tennisspilarinn Alex de Minaur, spurður út í málið á blaðamannafundi. Jamie Murray, eldri bróðir Andy Murray, gaf í skyn að Djokovic fengi sérmeðferð: „Ég held að ef það væri ég sem væri ekki bólusettur þá myndi ég ekki fá undanþágu… en vel gert hjá honum að fá leyfi til að koma til Ástralíu og keppa,“ sagði Murray. „Þegar allt kemur til alls þá verður maður að treysta því að það sé góð ástæða fyrir því að hann fékk undanþágu vegna sjúkdómsástands,“ sagði Murray. Stephen Parnis, læknir á bráðamóttöku í Viktoríufylki, sagði um skelfileg skilaboð að ræða til þeirra sem reyndu að hefta útbreiðslu Covid-19. „Mér er alveg sama hversu góður tennisspilari hann er. Ef að hann neitar að fá bólusetningu þá á hann ekki að fá að koma hingað. Ef að það er satt að hann hafi fengið undanþágu þá eru það hræðileg skilaboð til milljóna manns sem reyna að minnka hættuna af Covid-19 gagnvart sér og öðrum. Bólusetning sýnir virðingu gagnvart öðrum, Novak,“ skrifaði Parnis.
Tennis Ástralía Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjá meira