Sport

Djoko­vic fær undan­þágu og getur varið titilinn í Ástralíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Novak Djokovic smellir kossi á verðlaunagripinn á ströndinni í Melbourne fyrir tæpu ári síðan.
Novak Djokovic smellir kossi á verðlaunagripinn á ströndinni í Melbourne fyrir tæpu ári síðan. Getty/Graham Denholm

Tenniskappinn Novak Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur eður ei. Það stefndi þátttöku hans á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í hættu en nú hefur Serbinn staðfest að hann verði meðal keppenda á mótinu.

Novak Djokovic mun mæta til Ástralíu með það að markmiði að vinna mótið í tíunda skiptið á ferlinum. Almenn óvissa ríkti hvort Djokovic myndi taka þátt á mótinu þar sem reglur mótsins kveða á um að allir keppendur þurfi að vera fullbólusettir eða fá undantekningu frá reglum mótsins. 

Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur eður ei. Þá hefur hann viðurkennt að sé efins er kemur að bóluefni við Covid-19.  Sökum þess var alls óvíst hvort hann myndi taka þátt á Opna ástralska meistaramótinu sem hefst síðar í mánuðinum.

Í færslu á samfélagsmiðlum í dag staðfesti Djokovic að hann væri kominn með undanþágu og myndi taka þátt á mótinu.

Djokovic hefur átt góðu gengi að fagna í Ástralíu á undanförnum árum. Alls hefur hann unnið Opna ástralska níu sinnum, þar af síðustu þrjú ár. Hann stefnir nú að vinna mótið fjórða árið í röð og þar með sinn 21. risatitil á ferlinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.