Lífið

Linda selur íbúð sína á Rauðarárstíg

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Linda Baldvinsdóttir selur íbúðina.
Linda Baldvinsdóttir selur íbúðina. fasteignaljósmyndun.is

Markþjálfinn og hlaðvarpsstjórnandinn Linda Baldvinsdóttir hefur sett íbúð sína á Rauðarárstíg á sölu. Um er að ræða glæsilega og nýlega endurnýjaða tveggja herbergja íbúð á jarðhæð í miðbænum.

Linda heldur úti hlaðvarpinu 180 Með Lindu & Svenna og starfar sem pistlahöfundur og markþjálfi. Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er íbúðarhlutinn skráður 53,7 fermetrar auk geymslu en uppsett verð er 44,9 milljónir. Frekari upplýsingar er að finna á Fasteignavef Vísis en nokkrar myndir af íbúð Lindu má sjá hér fyrir neðan. 

fasteignaljósmyndun.is
fasteignaljósmyndun.is
fasteignaljósmyndun.is
fasteignaljósmyndun.is

Tengdar fréttir

Björk kaupir Sig­valda­hús á 420 milljónir króna

Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins hefur tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir gengið frá kaupum á Sigvaldahúsinu að Ægissíðu 80. Kaupverðið sé hvorki meira né minna en  420 milljónir króna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.