Menning

Metverð fékkst fyrir verk eftir Kjarval

Eiður Þór Árnason skrifar
Fjölnismenn eftir Kjarval.
Fjölnismenn eftir Kjarval. Fold

Metverð fékkst fyrir olíuverkið Fjölnismenn eftir Jóhannes S. Kjarval á uppboði hjá Gallerí Fold í kvöld en málverkið seldist á 10,8 milljónir króna.

 Á því má sjá þá Brynjólf Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason og Tómas Sæmundsson sem stóðu að tímaritinu Fjölni í Kaupmannahöfn. Fyrsta hefti tímaritsins kom út sumarið 1835 en málverkið var upphaflega í eigu Ragnars í Smára.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gallerí Fold sem segir að fjöldi annarra verka hafi selst á yfirverði á uppboðinu. Þar má nefna lítið málverk eftir Georg Guðna sem seldist á 5,7 milljónir króna en var metið á 3,2 milljónir og pappírsverk eftir Eggert Pétursson sem seldist á tvöföldu matsverði eða 1,2 milljónir. Þá fóru verk eftir naívistana Stórval og Ísleif Konráðsson einnig á tvöföldu matsverði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.