Þýsk innrás í enska boltann: „Held að England hafi horft á hvaða leið er vænlegust til árangurs“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2021 14:01 Þessir þrír eru allir að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni. Getty Images Innkoma Ralf Rangnick í ensku úrvalsdeildina þýðir að nú eru þrír Þjóðverjar að stýra þremur af fjórum stærstu liðum deildarinnar. Jürgen Klopp hjá Liverpool, Thomas Tuchel hjá Chelsea og nú Rangnick hjá Manchester United. Þá er Austurríkismaðurinn Ralph Hasenhüttl hjá Southampton en hann fellur þó í sama flokk og hinir þrír þar sem hann fór í gegnum sama skóla ef svo má að orði komast. Bæði Klopp og Tuchel hafa þjálfað Mainz á ferli sínum. Hasenhüttl þjálfaði RB Leipzig í tvö ár en Rangnick þjálfaði bæði liðið ásamt því að móta stefnu þess. Hvað veldur? Er einhver sérstök ástæða fyrir því að ensk stórlið leita í meiri mæli til Þýskalands eftir hugmyndum og þjálfurum? Vísir ræddi við Frey Alexandersson - þjálfara Lyngby í Danmörku - og Arnar Bergmann Gunnlaugsson - þjálfara Íslands- og bikarmeistara Víkings - í von um að komast til botns í málinu. „Ég hef ekki skýringuna en ég hef tilfinningu fyrir ákveðnum hlutum varðandi þetta,“ sagði Freyr hreinskilinn. Freyr tók UEFA Pro-þjálfaragráðu í Danmörku og kynntist þar tveimur dönskum þjálfurum sem í dag starfa í Þýskalandi. Bo Svensson, þjálfar Mainz, og Mike Tullberg, þjálfar U-19 ára liðs Borussia Dortmund. Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby.Lyngby „Ég hef rætt þetta mikið við þá tvo þar sem þeir hafa verið lengi í Þýskalandi. Það sem ég hef náð að krukka í hausnum á þeim. Hef þá tilfinningu að Þjóðverjar skipuleggi ekki næstu þrjá mánuði, þeir plana þrjú ár fram í tímann.“ „Fótboltinn er búinn að gjörbreytast síðan Barcelona-lið Pep Guardiola fór sigurför um heiminn með tiki-taka fótboltanum sínum. Þá var það heitasta í heiminum: Að senda endalausar hliðarsendingar, halda boltanum og opna svæði þannig. Þú getur ekki spilað svona í dag og ekkert þýskt lið spilar svona. Þjóðverjar gerðu fótbolta að kraftasporti. Snýst um að vera árásargjarn, vinna einn á einn stöðuna, pressa stíft. Voru fyrstir að innleiða þetta hjá sér.“ „Þeir fara í gegnum sterkt menntakerfi og hafa búið til rauða þræði í þessum nokkrum klúbbum sem allir þessir menn snerta einhvern veginn á. Eru þar af leiðandi frumkvöðlar og eru nú leiðandi í þessari bylgju fótboltans,“ sagði Freyr. Arnar tók í sama streng. Arnar Gunnlaugsson í miðri tolleringu eftir að Víkingur varð bikarmeistari í haust.Vísir/Hulda Margrét „Er alltaf þannig í fótboltanum að það koma upp tímabil þar sem lið og lönd eru allsráðandi. Þá fara næstu lið - og lönd - að skoða hvað er hægt að gera til að skáka þessum liðum við. Það var augljóst hvað var að gerast í kringum 2008-2009, Spánn og Barcelona voru allsráðandi með sinn leikstíl, tiki-taka. Stóru þjóðirnar sátu eftir, sérstaklega Þjóðverjar.“ „Þjálfarar og knattspyrnusambönd fara þá að stúdera hvað hægt er að gera til að skáka tiki-taka, hvað þarf að gera betur. Með því varð til þessi „kraftafótbolti,“ þetta rokk og ról, hápressað og spilað af mikilli ákefð. Líkamlegt atgervi þarf að vera betra, það þarf að leggja meiri áherslu á fitness. Þá var leitað í þennan þýska skóla.“ Öðruvísi en forverar sínir og mesti peningurinn í Englandi „Þessir þjálfarar eiga það allir sameiginlegt að þeir eru sem leiðtogar öðruvísi en forverar sínir. Þýski skólinn var á sínum tíma byggður af harðstjórum og þannig átt að stýra fólki en þessir menn eru allir með þann hæfileika að geta átt mannleg samskipti sem túlkast góð árið 2021,“ sagði Freyr og hélt áfram. „Það er eitthvað í menntakerfinu þeirra sem hefur snúið þeim stíl líka. Af því að þjálfun á hæsta stigi í dag er ekki bara það sem við sjáum varðandi taktíkina, rosalega mikið af því er stjórnun. Að vera góður að fá það besta út úr manneskjunni, og þeir eru helvíti góðir í því líka.“ „Skýringin mín ef ég tek þetta saman er menntakerfi og vera réttu mennirnir, á réttum tíma á réttum stað,“ sagði Freyr að endingu. Mynd frá 2005 þegar Rangnick þjálfaði Schalke 04 og Klopp stýrði Mainz.Christof Koepsel/Bongarts/Getty Images „Fyrir mér er þetta bara brainstorming hjá þessum helstu þjálfurum. Hvað þarf að gerast til að komast á toppinn. Sagan sýnir að þeir hafa haft rétt fyrir sér. Tiki-taka er að hverfa þó Barcelona reyni enn að spila slíkan fótbolta að vissu leyti,“ sagði Arnar. „Pep Guardiola hefur áttað sig á þessu og er að spila allt annan fótbolta í dag með Manchester City heldur en hann gerði hjá Barcelona sínum tíma. Líka að mörgu leyti miðað við það sem hann gerði hjá Bayern München.“ „Í fyrsta lagi held ég að hann (þýski skólinn) sé miklu vænlegri til árangurs. Það er langmesti peningurinn í Englandi og þeir geta keypt allt það besta. Straumarnir liggja því í þá áttina. Fyrir mér er alveg ljóst að þjálfun og framfarir í fótbolta munu í framtíðinni eiga sér stað í líkamlegri þáttum og gagnasöfnun heldur en tæknilegri getu.“ „Ég er ekki að segja að við séum búnir að toppa þegar kemur að tæknilegri getu en það er erfitt að bæta hana að miklu leyti miðað við hvað er hægt bæta líkamlega og sálræna þáttinn mikið. Ég held að England hafi horft á hvaða leið er vænlegust til árangurs, þá er augljóst hvernig fótbolti það er. Það er augljóst hvað þessir bestu þjálfarar á Englandi eru að gera hvað það varðar. Það eru þó vissulega mismunandi áherslur í þessari þýsku leið en conceptið hjá þeim öllum er nokkuð svipað.“ „Þetta er bara þróunin í fótbolta. Það er eitthvað ákveðið sem verður allsráðandi og svo er reynt að plotta gegn því til að verða fremstir í því,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Þá er Austurríkismaðurinn Ralph Hasenhüttl hjá Southampton en hann fellur þó í sama flokk og hinir þrír þar sem hann fór í gegnum sama skóla ef svo má að orði komast. Bæði Klopp og Tuchel hafa þjálfað Mainz á ferli sínum. Hasenhüttl þjálfaði RB Leipzig í tvö ár en Rangnick þjálfaði bæði liðið ásamt því að móta stefnu þess. Hvað veldur? Er einhver sérstök ástæða fyrir því að ensk stórlið leita í meiri mæli til Þýskalands eftir hugmyndum og þjálfurum? Vísir ræddi við Frey Alexandersson - þjálfara Lyngby í Danmörku - og Arnar Bergmann Gunnlaugsson - þjálfara Íslands- og bikarmeistara Víkings - í von um að komast til botns í málinu. „Ég hef ekki skýringuna en ég hef tilfinningu fyrir ákveðnum hlutum varðandi þetta,“ sagði Freyr hreinskilinn. Freyr tók UEFA Pro-þjálfaragráðu í Danmörku og kynntist þar tveimur dönskum þjálfurum sem í dag starfa í Þýskalandi. Bo Svensson, þjálfar Mainz, og Mike Tullberg, þjálfar U-19 ára liðs Borussia Dortmund. Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby.Lyngby „Ég hef rætt þetta mikið við þá tvo þar sem þeir hafa verið lengi í Þýskalandi. Það sem ég hef náð að krukka í hausnum á þeim. Hef þá tilfinningu að Þjóðverjar skipuleggi ekki næstu þrjá mánuði, þeir plana þrjú ár fram í tímann.“ „Fótboltinn er búinn að gjörbreytast síðan Barcelona-lið Pep Guardiola fór sigurför um heiminn með tiki-taka fótboltanum sínum. Þá var það heitasta í heiminum: Að senda endalausar hliðarsendingar, halda boltanum og opna svæði þannig. Þú getur ekki spilað svona í dag og ekkert þýskt lið spilar svona. Þjóðverjar gerðu fótbolta að kraftasporti. Snýst um að vera árásargjarn, vinna einn á einn stöðuna, pressa stíft. Voru fyrstir að innleiða þetta hjá sér.“ „Þeir fara í gegnum sterkt menntakerfi og hafa búið til rauða þræði í þessum nokkrum klúbbum sem allir þessir menn snerta einhvern veginn á. Eru þar af leiðandi frumkvöðlar og eru nú leiðandi í þessari bylgju fótboltans,“ sagði Freyr. Arnar tók í sama streng. Arnar Gunnlaugsson í miðri tolleringu eftir að Víkingur varð bikarmeistari í haust.Vísir/Hulda Margrét „Er alltaf þannig í fótboltanum að það koma upp tímabil þar sem lið og lönd eru allsráðandi. Þá fara næstu lið - og lönd - að skoða hvað er hægt að gera til að skáka þessum liðum við. Það var augljóst hvað var að gerast í kringum 2008-2009, Spánn og Barcelona voru allsráðandi með sinn leikstíl, tiki-taka. Stóru þjóðirnar sátu eftir, sérstaklega Þjóðverjar.“ „Þjálfarar og knattspyrnusambönd fara þá að stúdera hvað hægt er að gera til að skáka tiki-taka, hvað þarf að gera betur. Með því varð til þessi „kraftafótbolti,“ þetta rokk og ról, hápressað og spilað af mikilli ákefð. Líkamlegt atgervi þarf að vera betra, það þarf að leggja meiri áherslu á fitness. Þá var leitað í þennan þýska skóla.“ Öðruvísi en forverar sínir og mesti peningurinn í Englandi „Þessir þjálfarar eiga það allir sameiginlegt að þeir eru sem leiðtogar öðruvísi en forverar sínir. Þýski skólinn var á sínum tíma byggður af harðstjórum og þannig átt að stýra fólki en þessir menn eru allir með þann hæfileika að geta átt mannleg samskipti sem túlkast góð árið 2021,“ sagði Freyr og hélt áfram. „Það er eitthvað í menntakerfinu þeirra sem hefur snúið þeim stíl líka. Af því að þjálfun á hæsta stigi í dag er ekki bara það sem við sjáum varðandi taktíkina, rosalega mikið af því er stjórnun. Að vera góður að fá það besta út úr manneskjunni, og þeir eru helvíti góðir í því líka.“ „Skýringin mín ef ég tek þetta saman er menntakerfi og vera réttu mennirnir, á réttum tíma á réttum stað,“ sagði Freyr að endingu. Mynd frá 2005 þegar Rangnick þjálfaði Schalke 04 og Klopp stýrði Mainz.Christof Koepsel/Bongarts/Getty Images „Fyrir mér er þetta bara brainstorming hjá þessum helstu þjálfurum. Hvað þarf að gerast til að komast á toppinn. Sagan sýnir að þeir hafa haft rétt fyrir sér. Tiki-taka er að hverfa þó Barcelona reyni enn að spila slíkan fótbolta að vissu leyti,“ sagði Arnar. „Pep Guardiola hefur áttað sig á þessu og er að spila allt annan fótbolta í dag með Manchester City heldur en hann gerði hjá Barcelona sínum tíma. Líka að mörgu leyti miðað við það sem hann gerði hjá Bayern München.“ „Í fyrsta lagi held ég að hann (þýski skólinn) sé miklu vænlegri til árangurs. Það er langmesti peningurinn í Englandi og þeir geta keypt allt það besta. Straumarnir liggja því í þá áttina. Fyrir mér er alveg ljóst að þjálfun og framfarir í fótbolta munu í framtíðinni eiga sér stað í líkamlegri þáttum og gagnasöfnun heldur en tæknilegri getu.“ „Ég er ekki að segja að við séum búnir að toppa þegar kemur að tæknilegri getu en það er erfitt að bæta hana að miklu leyti miðað við hvað er hægt bæta líkamlega og sálræna þáttinn mikið. Ég held að England hafi horft á hvaða leið er vænlegust til árangurs, þá er augljóst hvernig fótbolti það er. Það er augljóst hvað þessir bestu þjálfarar á Englandi eru að gera hvað það varðar. Það eru þó vissulega mismunandi áherslur í þessari þýsku leið en conceptið hjá þeim öllum er nokkuð svipað.“ „Þetta er bara þróunin í fótbolta. Það er eitthvað ákveðið sem verður allsráðandi og svo er reynt að plotta gegn því til að verða fremstir í því,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira