Skrautlegi þjálfarinn sem kallaði sig „winner“ en tapaði nær öllum leikjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2021 14:01 Urban Meyer var rekinn sem þjálfari Jacksonville Jaguars í gær. AP/Gary McCullough Jacksonville Jaguars rak í gær þjálfara sinn Urban Meyer en hann náði aðeins að stýra þrettán leikjum hjá félaginu áður en hann þurfti að taka pokann sinn. Jaguars-liðið hefur aðeins unnið tvo af þrettán leikjum á tímabilinu og það er allt í rugli hjá liðinu. Lokasóknin er alltaf á dagskrá á þriðjudögum á Stöð 2 Sport en þar er farið yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni. Í síðasta þætti ræddu strákarnir einmitt umræddan Urban Meyer. „Urban Meyer er heldur betur skrautlegur karakter. Hann kemur úr háskólaboltanum og ég held bara að allir hjá Jacksonville félaginu hati nú Urban Meyer. Hann sagði við meðþjálfara sína á dögunum að hann væri winner en að þeir væru allir lúserar og bað þá um að bakka upp afrekaskrána sína,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson við upphafi umfjöllunnar um Meyer. „Þetta eru gæjar sem hann réð í vinnu. Hvað gengur þessum manni til,“ spurði Henry Birgir. „Þetta er algjörlega galið. Hæpið í kringum hann þegar hann kom inn í deildina. Það voru allir að tala um það að hann væri búinn að sanna sig sem sigurvegara í háskólaboltanum og hann myndi koma og gjörbreyta eyðimerkurgöngu Jaguars liðsins,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. „Hann er að taka hverju slæmu ákvöðina á fætur annarri. Við töluðum um það fyrr í þessum þætti þegar hann var að dansa við einhverja kornunga stelpu á einhverjum bar,“ sagði Maggi Peran. „Hann varð eftir í Cincinnati og í stað þess að fljúga heim þá fór hann á góðan bender og endaði á einhverjum stripstað,“ skaut Henry inn. „Menn í Bandaríkjunum eru margir farnir að tala um að þetta sé ekki bara vond þjálfaraákvörðun heldur ein sú versta í sögu NFL-deildarinnar,“ sagði Henry Birgir. „Það er alveg eitthvað til eitthvað sem heitir að kunna að tapa. Þarna kemur hann með allt egó í heiminum sem einn besti háskólaþjálfarinn. Svo byrjar hann bara að tapa öllum leikjum og hann er ekki að ráða við það,“ sagði Valur Gunnarsson. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Urban Meyer. Klippa: Lokasóknin: Hinn skrautlegi Urban Meyer NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira
Jaguars-liðið hefur aðeins unnið tvo af þrettán leikjum á tímabilinu og það er allt í rugli hjá liðinu. Lokasóknin er alltaf á dagskrá á þriðjudögum á Stöð 2 Sport en þar er farið yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni. Í síðasta þætti ræddu strákarnir einmitt umræddan Urban Meyer. „Urban Meyer er heldur betur skrautlegur karakter. Hann kemur úr háskólaboltanum og ég held bara að allir hjá Jacksonville félaginu hati nú Urban Meyer. Hann sagði við meðþjálfara sína á dögunum að hann væri winner en að þeir væru allir lúserar og bað þá um að bakka upp afrekaskrána sína,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson við upphafi umfjöllunnar um Meyer. „Þetta eru gæjar sem hann réð í vinnu. Hvað gengur þessum manni til,“ spurði Henry Birgir. „Þetta er algjörlega galið. Hæpið í kringum hann þegar hann kom inn í deildina. Það voru allir að tala um það að hann væri búinn að sanna sig sem sigurvegara í háskólaboltanum og hann myndi koma og gjörbreyta eyðimerkurgöngu Jaguars liðsins,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. „Hann er að taka hverju slæmu ákvöðina á fætur annarri. Við töluðum um það fyrr í þessum þætti þegar hann var að dansa við einhverja kornunga stelpu á einhverjum bar,“ sagði Maggi Peran. „Hann varð eftir í Cincinnati og í stað þess að fljúga heim þá fór hann á góðan bender og endaði á einhverjum stripstað,“ skaut Henry inn. „Menn í Bandaríkjunum eru margir farnir að tala um að þetta sé ekki bara vond þjálfaraákvörðun heldur ein sú versta í sögu NFL-deildarinnar,“ sagði Henry Birgir. „Það er alveg eitthvað til eitthvað sem heitir að kunna að tapa. Þarna kemur hann með allt egó í heiminum sem einn besti háskólaþjálfarinn. Svo byrjar hann bara að tapa öllum leikjum og hann er ekki að ráða við það,“ sagði Valur Gunnarsson. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Urban Meyer. Klippa: Lokasóknin: Hinn skrautlegi Urban Meyer NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira