Brutu óskrifaða reglu NFL-deildarinnar og var í kjölfarið pakkað saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2021 23:01 Leikmenn Las Vegas Raiders fengu að kynnast því hvar Davíð keypti ölið í gær. David Eulitt/Getty Images Kansas City Chiefs kjöldró Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í gærkvöld. Lokatölur á Arrowead-vellinum í Kansas 48-9 heimamönnum í vil sem hafa verið á góðu skriði undanfarnar vikur. Höfðingjarnir frá Kansas urðu meistarar 2020 og fóru alla leið í úrslit á síðustu leiktíð þar sem liðið beið lægri hlut. Það tók liðið smá tíma til að finna taktinn í upphafi yfirstandandi leiktíðar en undanfarið hafa Patrick Mahomes og félagar verið hreint út sagt frábærir. Fyrir leik gærdagsins höfðu meistararnir frá 2020 unnið átta leiki og tapað fjórum á meðan Raiders hafði unnið sex og tapað jafn mörgum. Það var því ef til vil ekki sniðugt að brjóta óskrifaða reglur NFL-deildarinnar í upphafi leiks. The @raiders are unofficially the first team to ever gather on an opponent s midfield logo pregame and then trail 28-0 about 21 game minutes later. pic.twitter.com/LQzoFl5Kny— Rich Eisen (@richeisen) December 12, 2021 Áður en leikur hófst ákváðu leikmenn Raiders að spjalla saman á miðjum Arrowhead-vellinum, á þeim stað þar sem merki Chiefs er. Ef það var ekki nóg þá ákváðu sumir leikmenn liðsins að traðka á merki heimaliðsins. Þetta sat vægast sagt illa í leikmönnum Chiefs. Oh my @aokafor57 : #LVvsKC on CBS pic.twitter.com/YEJRxb0sCh— Kansas City Chiefs (@Chiefs) December 12, 2021 „Þú vilt ekki að fólk komi inn á heimavöllinn þinn og vanvirði það sem þú hefur byggt,“ sagði leikstjórnandi Höfðingjanna og tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes, eftir leik. Þó Raiders hafi ekki brotið neinar af reglum NFL-deildarinnar þá er það á allra vitorði að svona gera menn einfaldlega ekki. „Ég hefði líka verið ósáttur ef ég hefði verið í þeirra sporum. Þeir sýndu okkur heldur betur hversu reiðir þeir voru og við réðum einfaldlega ekki við það. Við gerðum þetta sem lið og gáfum þeim eflaust hvatningu sem við hefðum betur sleppt,“ sagði KJ Wright, leikmaður Raiders, eftir leik. GORE is GONE. #ChiefsKingdom : #LVvsKC on CBS : NFL app pic.twitter.com/X1eAYY4C2Q— NFL (@NFL) December 12, 2021 Eftir 20 mínútna leik var staðan orðin 28-0 Chiefs í vil. Ekki skánaði það fyrir Raiders eftir það, staðan 35-3 í hálfleik og lokatölur 48-9. Leikmenn Raiders hugsa sig nú eflaust tvisvar um áður en þeir ákveða að ögra mótherjum fyrir leik. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Sjá meira
Höfðingjarnir frá Kansas urðu meistarar 2020 og fóru alla leið í úrslit á síðustu leiktíð þar sem liðið beið lægri hlut. Það tók liðið smá tíma til að finna taktinn í upphafi yfirstandandi leiktíðar en undanfarið hafa Patrick Mahomes og félagar verið hreint út sagt frábærir. Fyrir leik gærdagsins höfðu meistararnir frá 2020 unnið átta leiki og tapað fjórum á meðan Raiders hafði unnið sex og tapað jafn mörgum. Það var því ef til vil ekki sniðugt að brjóta óskrifaða reglur NFL-deildarinnar í upphafi leiks. The @raiders are unofficially the first team to ever gather on an opponent s midfield logo pregame and then trail 28-0 about 21 game minutes later. pic.twitter.com/LQzoFl5Kny— Rich Eisen (@richeisen) December 12, 2021 Áður en leikur hófst ákváðu leikmenn Raiders að spjalla saman á miðjum Arrowhead-vellinum, á þeim stað þar sem merki Chiefs er. Ef það var ekki nóg þá ákváðu sumir leikmenn liðsins að traðka á merki heimaliðsins. Þetta sat vægast sagt illa í leikmönnum Chiefs. Oh my @aokafor57 : #LVvsKC on CBS pic.twitter.com/YEJRxb0sCh— Kansas City Chiefs (@Chiefs) December 12, 2021 „Þú vilt ekki að fólk komi inn á heimavöllinn þinn og vanvirði það sem þú hefur byggt,“ sagði leikstjórnandi Höfðingjanna og tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes, eftir leik. Þó Raiders hafi ekki brotið neinar af reglum NFL-deildarinnar þá er það á allra vitorði að svona gera menn einfaldlega ekki. „Ég hefði líka verið ósáttur ef ég hefði verið í þeirra sporum. Þeir sýndu okkur heldur betur hversu reiðir þeir voru og við réðum einfaldlega ekki við það. Við gerðum þetta sem lið og gáfum þeim eflaust hvatningu sem við hefðum betur sleppt,“ sagði KJ Wright, leikmaður Raiders, eftir leik. GORE is GONE. #ChiefsKingdom : #LVvsKC on CBS : NFL app pic.twitter.com/X1eAYY4C2Q— NFL (@NFL) December 12, 2021 Eftir 20 mínútna leik var staðan orðin 28-0 Chiefs í vil. Ekki skánaði það fyrir Raiders eftir það, staðan 35-3 í hálfleik og lokatölur 48-9. Leikmenn Raiders hugsa sig nú eflaust tvisvar um áður en þeir ákveða að ögra mótherjum fyrir leik. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Sjá meira