Brutu óskrifaða reglu NFL-deildarinnar og var í kjölfarið pakkað saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2021 23:01 Leikmenn Las Vegas Raiders fengu að kynnast því hvar Davíð keypti ölið í gær. David Eulitt/Getty Images Kansas City Chiefs kjöldró Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í gærkvöld. Lokatölur á Arrowead-vellinum í Kansas 48-9 heimamönnum í vil sem hafa verið á góðu skriði undanfarnar vikur. Höfðingjarnir frá Kansas urðu meistarar 2020 og fóru alla leið í úrslit á síðustu leiktíð þar sem liðið beið lægri hlut. Það tók liðið smá tíma til að finna taktinn í upphafi yfirstandandi leiktíðar en undanfarið hafa Patrick Mahomes og félagar verið hreint út sagt frábærir. Fyrir leik gærdagsins höfðu meistararnir frá 2020 unnið átta leiki og tapað fjórum á meðan Raiders hafði unnið sex og tapað jafn mörgum. Það var því ef til vil ekki sniðugt að brjóta óskrifaða reglur NFL-deildarinnar í upphafi leiks. The @raiders are unofficially the first team to ever gather on an opponent s midfield logo pregame and then trail 28-0 about 21 game minutes later. pic.twitter.com/LQzoFl5Kny— Rich Eisen (@richeisen) December 12, 2021 Áður en leikur hófst ákváðu leikmenn Raiders að spjalla saman á miðjum Arrowhead-vellinum, á þeim stað þar sem merki Chiefs er. Ef það var ekki nóg þá ákváðu sumir leikmenn liðsins að traðka á merki heimaliðsins. Þetta sat vægast sagt illa í leikmönnum Chiefs. Oh my @aokafor57 : #LVvsKC on CBS pic.twitter.com/YEJRxb0sCh— Kansas City Chiefs (@Chiefs) December 12, 2021 „Þú vilt ekki að fólk komi inn á heimavöllinn þinn og vanvirði það sem þú hefur byggt,“ sagði leikstjórnandi Höfðingjanna og tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes, eftir leik. Þó Raiders hafi ekki brotið neinar af reglum NFL-deildarinnar þá er það á allra vitorði að svona gera menn einfaldlega ekki. „Ég hefði líka verið ósáttur ef ég hefði verið í þeirra sporum. Þeir sýndu okkur heldur betur hversu reiðir þeir voru og við réðum einfaldlega ekki við það. Við gerðum þetta sem lið og gáfum þeim eflaust hvatningu sem við hefðum betur sleppt,“ sagði KJ Wright, leikmaður Raiders, eftir leik. GORE is GONE. #ChiefsKingdom : #LVvsKC on CBS : NFL app pic.twitter.com/X1eAYY4C2Q— NFL (@NFL) December 12, 2021 Eftir 20 mínútna leik var staðan orðin 28-0 Chiefs í vil. Ekki skánaði það fyrir Raiders eftir það, staðan 35-3 í hálfleik og lokatölur 48-9. Leikmenn Raiders hugsa sig nú eflaust tvisvar um áður en þeir ákveða að ögra mótherjum fyrir leik. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Höfðingjarnir frá Kansas urðu meistarar 2020 og fóru alla leið í úrslit á síðustu leiktíð þar sem liðið beið lægri hlut. Það tók liðið smá tíma til að finna taktinn í upphafi yfirstandandi leiktíðar en undanfarið hafa Patrick Mahomes og félagar verið hreint út sagt frábærir. Fyrir leik gærdagsins höfðu meistararnir frá 2020 unnið átta leiki og tapað fjórum á meðan Raiders hafði unnið sex og tapað jafn mörgum. Það var því ef til vil ekki sniðugt að brjóta óskrifaða reglur NFL-deildarinnar í upphafi leiks. The @raiders are unofficially the first team to ever gather on an opponent s midfield logo pregame and then trail 28-0 about 21 game minutes later. pic.twitter.com/LQzoFl5Kny— Rich Eisen (@richeisen) December 12, 2021 Áður en leikur hófst ákváðu leikmenn Raiders að spjalla saman á miðjum Arrowhead-vellinum, á þeim stað þar sem merki Chiefs er. Ef það var ekki nóg þá ákváðu sumir leikmenn liðsins að traðka á merki heimaliðsins. Þetta sat vægast sagt illa í leikmönnum Chiefs. Oh my @aokafor57 : #LVvsKC on CBS pic.twitter.com/YEJRxb0sCh— Kansas City Chiefs (@Chiefs) December 12, 2021 „Þú vilt ekki að fólk komi inn á heimavöllinn þinn og vanvirði það sem þú hefur byggt,“ sagði leikstjórnandi Höfðingjanna og tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes, eftir leik. Þó Raiders hafi ekki brotið neinar af reglum NFL-deildarinnar þá er það á allra vitorði að svona gera menn einfaldlega ekki. „Ég hefði líka verið ósáttur ef ég hefði verið í þeirra sporum. Þeir sýndu okkur heldur betur hversu reiðir þeir voru og við réðum einfaldlega ekki við það. Við gerðum þetta sem lið og gáfum þeim eflaust hvatningu sem við hefðum betur sleppt,“ sagði KJ Wright, leikmaður Raiders, eftir leik. GORE is GONE. #ChiefsKingdom : #LVvsKC on CBS : NFL app pic.twitter.com/X1eAYY4C2Q— NFL (@NFL) December 12, 2021 Eftir 20 mínútna leik var staðan orðin 28-0 Chiefs í vil. Ekki skánaði það fyrir Raiders eftir það, staðan 35-3 í hálfleik og lokatölur 48-9. Leikmenn Raiders hugsa sig nú eflaust tvisvar um áður en þeir ákveða að ögra mótherjum fyrir leik. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn