Fótbolti

Uppfært: Drátturinn sem úrskurðaður var ógildur

Sindri Sverrisson skrifar
Lengi hefur verið deilt um það hvor sé betri, Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo. Þeir mætast í febrúar og mars í Meistaradeild Evrópu.
Lengi hefur verið deilt um það hvor sé betri, Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo. Þeir mætast í febrúar og mars í Meistaradeild Evrópu. Getty

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, tveir af bestu knattspyrnumönnum sögunnar, mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta með liðum Manchester United og PSG. Dregið var í beinni útsendingu á Vísi dag.

Uppfært kl. 13.20: Drátturinn var úrskurðaður ógildur og verður dregið að nýju síðar í dag.

United dróst reyndar upphaflega gegn Villarreal en þar sem að lið úr sama riðli máttu ekki dragast saman þurfti að draga nýjan andstæðing fyrir Villarreal, sem reyndist vera hitt liðið úr Manchester-borg.

Liverpool, sem sex sinnum hefur orðið Evrópumeistari, hafði heppnina með sér og dróst gegn Salzburg frá Austurríki sem er í fyrsta sinn í útsláttarkeppninni.

16-liða úrslitin:

  • Benfica – Real Madrid
  • Villarreal – Manchester City
  • Atlético Madrid – Bayern München
  • Salzburg – Liverpool
  • Inter – Ajax
  • Sporting Lissabon – Juventus
  • Chelsea – Lille
  • PSG – Manchester United

Leikið er heima og að heiman í 16-liða úrslitum en reglan um útivallarmörk hefur verið afnumin.

Fyrri leikirnir eru 15., 16., 22. og 23. febrúar, en seinni leikirnir 8., 9., 15. og 16. mars.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.