Lífið

Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Nick Cannon stýrir þættinum The Nick Cannon Show.
Nick Cannon stýrir þættinum The Nick Cannon Show. Getty/ Bruce Glikas

Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon greindi frá því í þætti sínum að Zen, sonur hans og fyrirsætunnar Alyssu Scott, lést á sunnudag. Drengurinn greindist tveggja mánaða með heilaæxli og ástandið versnaði svo mikið yfir Þakkargjörðarhátíðina.

Í þættinum sínum sagði Nick að þau hafi náð að eyða sunnudeginum saman á ströndinni. Litli drengurinn lést svo skömmu síðar. Hann var sjöunda barn Nick Cannon og aðeins fimm mánaða gamall. 

Skjáskot úr myndbandi sem Nick Cannon gerði um son sinn.Instagram

Skemmtikrafturinn eignaðist fjögur börn á innan við tveimur árum. Hann eignaðist tvíburana Monroe og Moroccan með Mariuh Carey og börnin Powerful Queen og Golden með Brittany Bell. Hann eignaðist tvíburana Zion og Zillion árið 2021 með núverandi kærustu sinni, Abby De La Rose og viku síðar fæddist Zen en móður hans, fyrirsætunni Alyssu Scott, kynntist hann á tökustað á tónlistarmyndbandi.

Myndband af því þegar hann sagði frá andláti Zen má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.