Veður

Úr­komu­bakki kemur inn á land síð­degis

Atli Ísleifsson skrifar
Frost verður víða núll til fimm stig, en hiti að fimm stigum við suðurströndina.
Frost verður víða núll til fimm stig, en hiti að fimm stigum við suðurströndina. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir svalara veðri í dag en í gær. Úrkomubakki kemur inn á land síðdegis og mun úrkoman við suður- og vesturströndina vera snjókoma eða slydda, en það gæti rignt á stöku stað með hita um frostmark.

Annars staðar á landinu byrjar að snjóa seinnipartinn og í kvöld, en þar mun hitinn líklega aldrei komast yfir frostmark.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Frost verður víða núll til fimm stig, en hiti að fimm stigum við suðurströndina.

„Á morgun, þriðjudag hallar vindur sér til norðlægrar áttar, víða 5-10 m/s. Él fyrir norðan og austan en styttir smám saman upp sunnan jökla. Frost um allt land.“

Spákortið fyrir klukkan 17 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Norðaustan 3-10 m/s og víða dálítil snjókoma eða slydda. Norðan 5-13 og él síðdegis, en úrkomulítið SV- og V-lands. Hiti um eða undir frostmarki, en kólnar seinnipartinn.

Á miðvikudag (fullveldisdagurinn): Minnkandi norðanátt og bjart með köflum, en dálítil él á NA- og A-landi. Frost víða 5 til 15 stig, kaldast í innsveitum. Vaxandi suðaustanátt vestast um kvöldið með minnkandi frosti.

Á fimmtudag: Suðaustan 10-18 með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu, einkum S- og V-lands. Hægari suðvestanátt og dregur úr vætu síðdegis. Hlýnandi veður.

Á föstudag: Vestlæg átt og dálítil él, en þurrt A-til. Hiti um eða undir frostmarki.

Á laugardag: Breytileg átt, stöku él og kalt í veðri.

Á sunnudag: Útlit fyrir suðaustlæga átt, bjart og kalt, en þykknar upp og hlánar SV-til síðdegis.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.