Lífið

Bubbi, Ari og Steindi á rúntinum í hlægilegri teiknimynd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ari Eldjárn, Bubbi Morthens og Steindi fóru mikinn á rúntinum. 
Ari Eldjárn, Bubbi Morthens og Steindi fóru mikinn á rúntinum. 

Þátturinn Stóra sviðið er fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki.

Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir í hverjum þætti.

Í þættinum á föstudaginn mættu þeir Sveppi og Ari Eldjárn sem gestaþátttakendur en Sveppi var að sjálfsögðu með Audda í liði og Ari með Steinda.

Eitt af verkefnunum í síðasta þætti var að framleiða teiknimynd og talsetja hana. Steindi og Ari fengu Bubba Morthens með sér í lið í þeirra teiknimynd og var lítið mál fyrir Ara að talsetja fyrir Bubba eins og sjá má hér að neðan.

Stóra sviðið er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18:55. 

Klippa: Bubbi, Ari og Steindi á rúntinum í hlægilegri teiknimyndFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.