Læknafélagið styður lækninn en segir lengd málsmeðferðarinnar bagalega Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 13:05 Stjórnendur Landspítalans funda með landlækni í dag. Vísir/Vilhelm Læknafélag Íslands segist styðja félagsmann sinn, sem grunaður er um alvarlega vanrækslu í starfi sem talin eru hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Stjórnendur Landspítalans munu funda með landlækni vegna málsins í dag. Lögregla telur rökstuddan grun um að andlát sex sjúkling Skúla Tómasar Gunnlaugssonar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi borið að með ótímabærum og saknæmum hætti. Dauðsföll fimm annarra sjúklinga eru til skoðunar hjá lögreglu en Skúli er talinn hafa skráð sjúklinga sína - að tilefnislausu. Læknafélag Íslands gaf ekki kost á viðtali í dag en segist í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu hafa fylgst með framgangi málsins. Félagið styðji félagsmann sem málinu tengist eins og því beri. Þá sé málið í höndum þeirra yfirvalda sem eigi að annast mál sem þessi. Læknafélagið treystir því að niðurstaða fáist í málið sem fyrst en að sú óvissa sem fylgi langri málsmeðferð sé bagaleg fyrir alla málsaðila. Skúli Tómas lét af störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að athugun hófst á störfum hans í nóvember 2019. Landlæknir skilaði svartri og ítarlegri skýrslu um störf hans, skýrslu sem spannar á fimmta tug blaðsíðna. Í framhaldinu var hann sviptur starfsleyfi sínu. Hann fór þá í endurmenntun og endurhæfingu hjá Landspítala og fékk nýverið takmarkað endurnýjað starfsleyfi. Takmarkað starfsleyfi þýðir að viðkomandi er undir sérstöku eftirliti og getur þýtt að hann fái ekki að sinna ákveðnum sjúklingum og/eða fær ekki að ávísa lyfjum. Fréttastofa hefur hins vegar ekki fengið upplýsingar um hvaða takmarkanir eru á starfsleyfi Skúla. Landspítalinn gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag en segir að umfang brotanna hafi komið í opna skjöldu. Engu að síður var greint frá því í ágúst að sex fjölskyldum hafi verið skipaður réttargæslumaður og í febrúar lá fyrir hin umfangsmikla skýrsla landlæknis. Landlæknir hefur kallað eftir gögnum frá lögreglu og mun funda með stjórnendum Landspítalans í dag, þar sem framhaldið verður ákveðið. Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Landspítalinn Tengdar fréttir Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Lögregla telur rökstuddan grun um að andlát sex sjúkling Skúla Tómasar Gunnlaugssonar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi borið að með ótímabærum og saknæmum hætti. Dauðsföll fimm annarra sjúklinga eru til skoðunar hjá lögreglu en Skúli er talinn hafa skráð sjúklinga sína - að tilefnislausu. Læknafélag Íslands gaf ekki kost á viðtali í dag en segist í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu hafa fylgst með framgangi málsins. Félagið styðji félagsmann sem málinu tengist eins og því beri. Þá sé málið í höndum þeirra yfirvalda sem eigi að annast mál sem þessi. Læknafélagið treystir því að niðurstaða fáist í málið sem fyrst en að sú óvissa sem fylgi langri málsmeðferð sé bagaleg fyrir alla málsaðila. Skúli Tómas lét af störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að athugun hófst á störfum hans í nóvember 2019. Landlæknir skilaði svartri og ítarlegri skýrslu um störf hans, skýrslu sem spannar á fimmta tug blaðsíðna. Í framhaldinu var hann sviptur starfsleyfi sínu. Hann fór þá í endurmenntun og endurhæfingu hjá Landspítala og fékk nýverið takmarkað endurnýjað starfsleyfi. Takmarkað starfsleyfi þýðir að viðkomandi er undir sérstöku eftirliti og getur þýtt að hann fái ekki að sinna ákveðnum sjúklingum og/eða fær ekki að ávísa lyfjum. Fréttastofa hefur hins vegar ekki fengið upplýsingar um hvaða takmarkanir eru á starfsleyfi Skúla. Landspítalinn gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag en segir að umfang brotanna hafi komið í opna skjöldu. Engu að síður var greint frá því í ágúst að sex fjölskyldum hafi verið skipaður réttargæslumaður og í febrúar lá fyrir hin umfangsmikla skýrsla landlæknis. Landlæknir hefur kallað eftir gögnum frá lögreglu og mun funda með stjórnendum Landspítalans í dag, þar sem framhaldið verður ákveðið.
Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Landspítalinn Tengdar fréttir Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35
Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50
Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35