Lífið

Stökk fram af fossi í frostinu: „Gott að finna hugrekkið sitt“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Áslaug Arna fann hugrekkið í gær.
Áslaug Arna fann hugrekkið í gær. Samsett

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sýndi frá því á samfélagsmiðlum sínum að í gær prófaði hún að hoppa niður jökulkaldan foss. 

Frostið var fjórar gráður þegar Áslaug Arna tók þessari áskorun en hún var í tökum fyrir þátt á Stöð 2 ásamt Alex Michael Green Svanssyni, betur þekktur sem Alex from Iceland. 

Á Instagram síðu Alex má sjá Áslaugu byrja á að hoppa fram af bryggju í Reykjavíkurhöfn. Svo hoppaði hún af skipinu Tý og út í sjóinn. Enduðu þau svo á að taka þetta skrefinu lengra og hoppa fram af fossi út í jökulkalt vatnið. 

„Stökk fram af fossi í dag í erfiðum aðstæðum og miklum kulda. Kynntist klettastökki með algjörum fagmönnum,“ skrifaði Áslaug Arna á Instagram. 

„Það er oft gott að finna hugrekkið sitt í nýjum aðstæðum.“

„Savage“ skrifaði Alex um hugrekki dómsmálaráðherrans. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Davíð Goði tók af Áslaugu Örnu stökkva í gær. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.