Katrín vill „svartan fössara“ Snorri Másson skrifar 16. nóvember 2021 14:35 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sínar skoðanir á Black Friday, eins og sagt var framan af. Vísir/Vilhelm/MS Íslendingar lesa töluvert mikið, staðhæfir formaður Rithöfundasambandsins á degi íslenskrar tungu. Forsætisráðherra vill að næsti hátíðisdagur í verslun verði kallaður svartur fössari. „Ég ákvað að fá mér smá göngutúr, svona á afmælisdaginn, sem nú er dagur íslenskrar tungu. Mig þyrstir að vita hvernig yður Íslendingum gengur að tala íslenskuna.“ Þannig kemst Jónas Hallgrímsson að orði í nýrri herferð Mjólkursamsölunnar í tilefni dagsins. Hér neðst má sjá túlkun Mána Arnarsonar leikara á skáldinu og náttúrufræðingnum, 214 árum eftir fæðingu hans. Fyrirtæki, samtök og já alls kyns aðilar, svo það ágæta íslenska orð sé notað, keppast í dag við að halda daginn hátíðlegan - og um leið auðvitað spá fyrir um afdrif tungumálsins á komandi tímum. Lesa í alvöru mikið af bókum Á meðal þess sem jafnan hefur verið haft til marks um stöðu íslenskunnar er lesturinn - og hann er ekkert að minnka neitt ískyggilega mikið, ef marka má niðurstöður könnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar er niðurstaðan sú að Íslendingar lesi að meðaltali 2,3 bækur á mánuði. En getur þetta staðist? Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambandsins, er sannfærður. Karl Ágúst Úlfsson leikari og rithöfundur hefur trú á bókinni.Vísir/Vilhelm „Ég held að við verðum að gera ráð fyrir að fólk segi satt í svona könnunum. Þannig að já, Íslendingar virðast vera að lesa töluvert mikið. Það svosem kemur mér ekkert á óvart ég þóttist nú vita það. Við höfum mikla þörf fyrir bækur og lesefni,“ segir Karl Ágúst í samtali við fréttastofu. Rúmur meirihluti landsmanna kveðst lesa einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli. Hér gætir þó þróunar sem kynni að valda áhyggjum: Skýr fylgni er á milli ungs aldurs og þess, að lesa meira á útlensku. 43% 18-24 ára lesa þannig oftar á öðru tungumáli en íslensku en aðeins 7% 65 ára eða eldri. Singles Day ekkert sérlega íslenskt Eins miklu máli og lestur skiptir fyrir tungumálið eru aðrir þættir veigamiklir. Stjórnvöld hafa varið miklu fé í nafni íslensku á tækniöld en forsætisráðherra vill þó ekki gefa upp um hvort kveðið sé á um frekara átak af þeim toga í stjórnarsáttmála. Notkun tungumálsins í einstökum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu er áhyggjuefni sem Katrín Jakobsdóttir fagnar þó að verið sé að taka alvarlega. „Við sjáum það stundum að íslensk tunga gefur eftir á einstökum sviðum, að hún gefi eftir í tilteknum umdæmum, þannig að annað tungumál taki einfaldlega yfir. Þar held ég að við verðum að vera á varðbergi hvort sem er í hinum stafræna heimi eða í okkar raunheimi, því þetta er auðvitað ein stærstu verðmæti sem við eigum, að tala þetta tungumál og hugsa á þessu tungumáli,“ segir Katrín. Nýliðinn kaupæðisdagur einhleypra var víða kallaður „Singles Day“ í auglýsingum - titill sem margir unnendur góðrar íslensku hörmuðu. Þyrftu auglýsendur að taka hlutverki sínu meira alvarlega? „Ja, ég skora bæði á verslanir og auglýsingastofur að næsti dagur sem er helgaður einhvers konar afsláttum verði kallaður svartur fössari,“ leggur forsætisráðherra til. Íslenska á tækniöld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Orðasmiðurinn hagi Jónas Hallgrímsson Það er við hæfi að dagur íslenskrar tungu sé heiðraður minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal og fæðingardegi hans, 16. nóvember. 16. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
„Ég ákvað að fá mér smá göngutúr, svona á afmælisdaginn, sem nú er dagur íslenskrar tungu. Mig þyrstir að vita hvernig yður Íslendingum gengur að tala íslenskuna.“ Þannig kemst Jónas Hallgrímsson að orði í nýrri herferð Mjólkursamsölunnar í tilefni dagsins. Hér neðst má sjá túlkun Mána Arnarsonar leikara á skáldinu og náttúrufræðingnum, 214 árum eftir fæðingu hans. Fyrirtæki, samtök og já alls kyns aðilar, svo það ágæta íslenska orð sé notað, keppast í dag við að halda daginn hátíðlegan - og um leið auðvitað spá fyrir um afdrif tungumálsins á komandi tímum. Lesa í alvöru mikið af bókum Á meðal þess sem jafnan hefur verið haft til marks um stöðu íslenskunnar er lesturinn - og hann er ekkert að minnka neitt ískyggilega mikið, ef marka má niðurstöður könnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar er niðurstaðan sú að Íslendingar lesi að meðaltali 2,3 bækur á mánuði. En getur þetta staðist? Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambandsins, er sannfærður. Karl Ágúst Úlfsson leikari og rithöfundur hefur trú á bókinni.Vísir/Vilhelm „Ég held að við verðum að gera ráð fyrir að fólk segi satt í svona könnunum. Þannig að já, Íslendingar virðast vera að lesa töluvert mikið. Það svosem kemur mér ekkert á óvart ég þóttist nú vita það. Við höfum mikla þörf fyrir bækur og lesefni,“ segir Karl Ágúst í samtali við fréttastofu. Rúmur meirihluti landsmanna kveðst lesa einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli. Hér gætir þó þróunar sem kynni að valda áhyggjum: Skýr fylgni er á milli ungs aldurs og þess, að lesa meira á útlensku. 43% 18-24 ára lesa þannig oftar á öðru tungumáli en íslensku en aðeins 7% 65 ára eða eldri. Singles Day ekkert sérlega íslenskt Eins miklu máli og lestur skiptir fyrir tungumálið eru aðrir þættir veigamiklir. Stjórnvöld hafa varið miklu fé í nafni íslensku á tækniöld en forsætisráðherra vill þó ekki gefa upp um hvort kveðið sé á um frekara átak af þeim toga í stjórnarsáttmála. Notkun tungumálsins í einstökum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu er áhyggjuefni sem Katrín Jakobsdóttir fagnar þó að verið sé að taka alvarlega. „Við sjáum það stundum að íslensk tunga gefur eftir á einstökum sviðum, að hún gefi eftir í tilteknum umdæmum, þannig að annað tungumál taki einfaldlega yfir. Þar held ég að við verðum að vera á varðbergi hvort sem er í hinum stafræna heimi eða í okkar raunheimi, því þetta er auðvitað ein stærstu verðmæti sem við eigum, að tala þetta tungumál og hugsa á þessu tungumáli,“ segir Katrín. Nýliðinn kaupæðisdagur einhleypra var víða kallaður „Singles Day“ í auglýsingum - titill sem margir unnendur góðrar íslensku hörmuðu. Þyrftu auglýsendur að taka hlutverki sínu meira alvarlega? „Ja, ég skora bæði á verslanir og auglýsingastofur að næsti dagur sem er helgaður einhvers konar afsláttum verði kallaður svartur fössari,“ leggur forsætisráðherra til.
Íslenska á tækniöld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Orðasmiðurinn hagi Jónas Hallgrímsson Það er við hæfi að dagur íslenskrar tungu sé heiðraður minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal og fæðingardegi hans, 16. nóvember. 16. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Orðasmiðurinn hagi Jónas Hallgrímsson Það er við hæfi að dagur íslenskrar tungu sé heiðraður minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal og fæðingardegi hans, 16. nóvember. 16. nóvember 2021 07:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent