Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. nóvember 2021 20:11 Sigurbjörg Sara Bergsdóttir þerapisti. Vísir Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Samfélagsmiðlar hafa verið vígvöllur umræðunnar um kynferðisofbeldi, sem oft á tíðum verður mjög heiftug, enda er um mjög mikið tilfinningamál að ræða. Þerapistinn Sigurbjörg Sara Bergsdóttir hefur fundið fyrir áhrifum umræðunnar á eigin skinni, en til hennar hafa leitað bæði gerendur og þolendur, og fólk sem hefur lent í ólgusjó internetsins. Fólk sem þorir ekki lengur að hafa skoðanir. Hún segir það aldrei eðlilegt að fólk sé hrætt við að tala. „Fólk er hrætt við að tala og spyr „bíddu kemur þá gusan á mig?“ Ég heyri það bara að þetta er erfitt fyrir fólk, hvernig umræðan er, því hún er svolítið hömlulaus. Það er kannski heldur ekki eitthvað sem við viljum. Fólk er að kalla eftir meira jafnvægi inn í umræðuna og einhvers konar ramma, við getum ekki bara vaðið áfram og gert bara eitthvað,“ segir Sigurbjörg. Mikilvægt að vanda sig Sigurbjörg segir að kynferðisbrot hafi gríðarlegar afleiðingar fyrir fólk. Hins vegar megi ekki gleyma því að orð geti líka verið ofbeldi. „Þá erum við að beita ofbeldi út af öðru ofbeldi. Og það er kannski eitthvað sem við þurfum að vara okkur á, að hafa umræðuna í jafnvægi af því að það eru börn og menn og konur að verða fyrir ofbeldi. Það eru ekki bara konur, það eru ekki bara menn, það er bara fullt af fólki að lenda í þessu og það er það sem er grafalvarlegt og þarf að taka tillit til,“ segir Sigurbjörg. „Fólk hefur tekið líf sitt út af svona. Fólk hefur misst vinnu, fólk hefur misst maka - bara alls konar og er kannski í margra ára baráttu við kerfið. Svo kannski kemur það í ljós að það var saklaust allan tímann. Þannig að það er mikilvægt að það komi fram að við verðum að vanda okkur að taka allan hringinn, ekki bara bút úr honum. Við þurfum að skoða hlutina í réttu samhengi og ekki endilega gefa okkur alltaf að hlutirnir séu bara eins og er sagt. Það eru alltaf fleiri hliðar og það er bara ákveðin viska að nálgast hluti þannig.“ Ákall um að stjórnvöld bregðist við Kynferðisofbeldi getur varðað allt að sextán ára fangelsisvist, og í laganna skilningi er jafn alvarlegt brot og manndráp. Refsiramminn hefur hins vegar aldrei verið nýttur til fulls. Nú er ákall um að stjórnvöld taki við keflinu og bregðist við. „Hvernig samfélag viljum við vera? Ég veit það alveg að það er fullt af góðu fólki sem hefur gert ljóta hluti. Það er fullt af fólki sem hefur kannski orðið fyrir ofbeldi, fer svo að beita aðra ofbeldi en þetta er ekki vont fólk. En hvað eigum við að gera við það fólk? Eigum við að finna bara einhverja eyju og henda öllum þangað sem hafa gert eitthvað og þeir eiga ekki afturkvæmt? Það er einn valmöguleiki. Viljum við það? Eða viljum við að fólk kannski fái hjálp og fái samt bara að vera til eða á bara að aflífa það alveg?“ segir Sigurbjörg Sara Bergsdóttir þerapisti. Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir „Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Samfélagsmiðlar hafa verið vígvöllur umræðunnar um kynferðisofbeldi, sem oft á tíðum verður mjög heiftug, enda er um mjög mikið tilfinningamál að ræða. Þerapistinn Sigurbjörg Sara Bergsdóttir hefur fundið fyrir áhrifum umræðunnar á eigin skinni, en til hennar hafa leitað bæði gerendur og þolendur, og fólk sem hefur lent í ólgusjó internetsins. Fólk sem þorir ekki lengur að hafa skoðanir. Hún segir það aldrei eðlilegt að fólk sé hrætt við að tala. „Fólk er hrætt við að tala og spyr „bíddu kemur þá gusan á mig?“ Ég heyri það bara að þetta er erfitt fyrir fólk, hvernig umræðan er, því hún er svolítið hömlulaus. Það er kannski heldur ekki eitthvað sem við viljum. Fólk er að kalla eftir meira jafnvægi inn í umræðuna og einhvers konar ramma, við getum ekki bara vaðið áfram og gert bara eitthvað,“ segir Sigurbjörg. Mikilvægt að vanda sig Sigurbjörg segir að kynferðisbrot hafi gríðarlegar afleiðingar fyrir fólk. Hins vegar megi ekki gleyma því að orð geti líka verið ofbeldi. „Þá erum við að beita ofbeldi út af öðru ofbeldi. Og það er kannski eitthvað sem við þurfum að vara okkur á, að hafa umræðuna í jafnvægi af því að það eru börn og menn og konur að verða fyrir ofbeldi. Það eru ekki bara konur, það eru ekki bara menn, það er bara fullt af fólki að lenda í þessu og það er það sem er grafalvarlegt og þarf að taka tillit til,“ segir Sigurbjörg. „Fólk hefur tekið líf sitt út af svona. Fólk hefur misst vinnu, fólk hefur misst maka - bara alls konar og er kannski í margra ára baráttu við kerfið. Svo kannski kemur það í ljós að það var saklaust allan tímann. Þannig að það er mikilvægt að það komi fram að við verðum að vanda okkur að taka allan hringinn, ekki bara bút úr honum. Við þurfum að skoða hlutina í réttu samhengi og ekki endilega gefa okkur alltaf að hlutirnir séu bara eins og er sagt. Það eru alltaf fleiri hliðar og það er bara ákveðin viska að nálgast hluti þannig.“ Ákall um að stjórnvöld bregðist við Kynferðisofbeldi getur varðað allt að sextán ára fangelsisvist, og í laganna skilningi er jafn alvarlegt brot og manndráp. Refsiramminn hefur hins vegar aldrei verið nýttur til fulls. Nú er ákall um að stjórnvöld taki við keflinu og bregðist við. „Hvernig samfélag viljum við vera? Ég veit það alveg að það er fullt af góðu fólki sem hefur gert ljóta hluti. Það er fullt af fólki sem hefur kannski orðið fyrir ofbeldi, fer svo að beita aðra ofbeldi en þetta er ekki vont fólk. En hvað eigum við að gera við það fólk? Eigum við að finna bara einhverja eyju og henda öllum þangað sem hafa gert eitthvað og þeir eiga ekki afturkvæmt? Það er einn valmöguleiki. Viljum við það? Eða viljum við að fólk kannski fái hjálp og fái samt bara að vera til eða á bara að aflífa það alveg?“ segir Sigurbjörg Sara Bergsdóttir þerapisti.
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir „Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
„Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00